þriðjudagur, september 28, 2004


Örfréttir af KaosStúlkunni


Ég komst að því í lok skóladagsins að ég lá meira og minna allan tímann í gólfinu í dag. Við vorum að læra um allskyns brainstorming aðferðir og sköpunargeleði eða kreativiteit eins og það heitir hérna fyrir sunnan. Og einhvern veginn var ég alltaf komin í gólfið að skrifa á stóran pappír allskyns hugmyndir og teikna þær. Svokallaðar MiNDmaPs, eins og þær eru kallaðar hérna hjá okkur í bransanum;) heheh

Í gær smakkaði ég besta TELATTE sem ég hef fengið. Reyndar það líka mitt fyrsta teLATTE en ég veit samt strax að ekkert á eftir að toppa þetta. Hún Silla mín Kaffibarþjónn á heiðurinn af þessum einstaka drykk.

Eftir eina og hálfa viku verð ég heima á Íslandi, enn betra á Aragötunni...

Á laugardaginn fór ég á bar sem var með FRÍBAR í hálftíma. Á hálftíma sá ég líka svona um 50 edrú einstaklinga verða pissuhaugablind. Hvað er málið með að panta Long Island IceTea þótt allt sé ókeypis?

Í næstu viku ætlum ég og skólabróðir minn að búa til hið svo kallaða "FUNNY-TASK-BOX. í því verða fyndnar skipanir sem fólk getur dregið í lok dags og framkvæmt síðan daginn eftir, án þess að tilkynna það að gjörðir þeirra séu ástæða FUNNY TASK BOX áður en það byrjar. Hafiðþið ekki farið í svona partý?
Já alltaf verið að bæta andann í skólanum:) ALltaf gaman aðleika ser smá.

Eitt af móttóum skólans er: DICIPLINED LIKE SOLDIERS, PLAY LIKE CHILDREN...

Núna er ég að bíða eftir að hún be-hesta vinkona min hún Matta hringi. Við ætlum út i dinner og kósíkvöld. Kannski Frimann kíki með:)

Meira seinna



1 ummæli:

Matta sagði...

Takk fyrir ad nenna ad leika vid mig, sykurpudi, krakkarnir i skolanum minum eru of uppteknir vid ad vera 57 ara til ad taka eftir mer.
Knus