Sit núna í Ráðhúsi Reykjavíkur og horfi á tjörnina mína, eða okkar. Ég var að labba hérna fram hjá líka í nótt kl.3 og þá yfir brúna eða brúnna (hvort er það?) og ég var alveg ein á ferli og þetta var svona smá móment. Ég var að fatta að ég væri á íslandi. Var ekki alveg búin að átta mig á því sl. daga.
Hérna á Ráðhúskaffi hljómar Kókómó, en veðrið er ekki alveg í takt við það lag. Mikið er kalt.
Búin að fara í sund, búin að borða fisk, búin að fara í saumó,búin að fá sjokk í 10-11, búin að fara að djamma, búin að fara á kaffihús (oft), byrjuð að vinna EN ég er ekki búið að heyra lagið hans Johnny boy, hvað heitir það? Heaven? En ég verð að fara drífa í því, ég ætla nefnilega í Júróvisjónteiti í vesturbænum á laugardag. Kannski ég verði að kaupa eitthvað á grillið í dag, allt verður búið á laugardag!
Nenni ekki að blogga... Kannski ég taki bara pásu í sumar. Sé til.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli