Senn koma Pixies, senn koma Korn...
...vá þetta verður svaka vika. Pixies á morgun, Pixies á hinn. Svo Korn á Hvítasunnudag og Korn á Annan í Hvítasunnu. Þetta verður smá ögrun en rosa gaman, enda alltaf svo skemmtilegt fólk sem vinnur með okkur á þessum tónleikum. Það mætti samt halda að ég hafi legið í hassinu í Hollandi í vetur því ég er ekki nógu skilvirk og snögg eins og vanalega. En það kemur, það kemur.
Svo kemur júní í næstu viku og þá er ég ekki með vinnu. Jú ég er veislustjóri á Kvennadaginn í útskriftinni hjá Hjúkkunum. Svo kannski verður maður "heimsfrægur" á Íslandi líka. Við vinahópurinn hentumst í áheyrnarprufu fyrir bíómynd uppá HótelSögu á laugardag. Bara svona gera e-ð sniðugt í þynnkunni. Enda var mjög gaman, hittum fullt af fólki og svona.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli