sunnudagur, maí 09, 2004

"Kæru farþegar, velkomin heim" sagði flugfreyjan í kallkerfið. Mér finnst þetta alltaf svo notalegt, jafn notalegt og mér finnst ömurlegt þegar e-ð lið klappar við lendingu.
En já ég er komin heim og það er ljúft. Sumarið er byrjað hjá mér. Næstu 4 mánuði verð ég hér að vinna og læra dönsku. En uppáhaldskennarinn minn sagði mér í gær að ég væri mjög góð í dönsku miðað við að ég hef aldrei lært hana. Já svona er nú að vera rokklingur. Maður rokkast í gengum lífið....

Engin ummæli: