Gleymdi að segja...
..að ég er orðin blóðgjafi og líffæragjafi (sko ef ég dey)! Við Svanhvít vorum á leiðinni á rannsóknardag hjá Hörpu þar sem hún er að verja lokaverkefnið sitt. Og við ákváðum að gefa BLÓÐ í staðinn fyrir BLÓM. Svona af því að hún er að verða hjúkka, þið skiljið. Ég hvet alla til að gera slíkt hið sama og svo hvet ég líka alla að ákveða sig hvort þeir vilji vera dónórs ef svo leiðinlega vill til að þið farið yfir móðuna miklu.
ps. svo langar mig líka að skrá mig á námskeið hjá Hlátursskólanum. Hver er geim?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli