Kom heim frá Eindhoven áðan og sá að það hékk miði á hurðinni minni. Við nánari athugun var þetta vísanóta og var hún vottorð um það að stelpurnar sem ég bý með séu búnar að bóka hótel í Antwerpen aðra helgina í mars. Jáhh þá vitum við það. Ég er semsagt að fara í helgarferð þangað. Þær fundu tilboð og þeim fannst bara hallærislegt ef við mundum ekki nýta það. Þannig að þær bókuðu bara fyrir mig líka án þess að spyrja. Ekkert múður takk fyrir! hahahahha
Ferðin og 3 stjörnu hótel niðrí bæ á 8000kr. Gjöf en ekki sala! Svo er ég alltaf að heyra það hvað þetta sé falleg borg, alveg móðins! Get ekki beðið....
ps. haninn var hérna líka fyrir utan þegar ég kom heim.
pps. ég fæ sama símanúmer aftur eftir nokkra daga. kannski að sæti strákurinn geti haft uppi á mér þá:) Hann ætlaði nefnilega að bjóða mér á Air tónleika held ég. Maður segir ekki nei við því...
ppps. Nýja lagið með Fröken Spears er alveg mitt uppáhalds þessa dagana!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli