...ég hringdi í Ragnar í gær og þegar hann kom í símann sagði hann bara "Diljá ég er giftur" og flissaði eins og lítil skólastúlka. Svo lék hann athöfnina fyrir mig líka...."I do" og svo heyrði ég í Svanhvíti svaramanni halda ræðu. Æ ég átti alveg bátt með mig að fara ekki að gráta, mér finnst þetta svo merkilegt. Ég skálaði í rauðvíni fyrir ykkur elsku Ragnar og André.
Og núna er ég að horfa á Osbournes marathon, ég held að 5.þátturinn sé að rúlla núna. Er ennþá lasin og er ekki að gera neitt að viti. Ætlaði að vera dugleg í dag. Svo sit ég bara hérna með samvisubit. Er að spá í að fara útí Albert og kaupa kökumix og þvottefni og baka svo og þvo.
Já sjáum hvernig þetta fer...
hey annars er kommentakeppnin svo skemmtileg að ég ætla ekki að hætta strax.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli