Á 66 gráðum Norður, semsagt mjög langt frá mér af því að ég er á annari grádu sem ég veit ekki hver er, er ein manneskja sem mér þykir svo vænt um að gifta sig, ganga í það heilaga, pússa sig saman....
Ji ég felli eitt stakt gleðitár við tilhugsunina, og 1 dapurt tár við tilhugsunina að ég geti ekki verið í veislunni annað kvöld. Ragnar er vinur minn númer 2 sem er að gifta sig. Hann er að giftast André sæta frá South Africa. Ég hitti hjónakornin í sumar, þá er kannski hægt að halda grillweddingpartý svona svo ég fái smá nasaþef.... Ha? er ekki alltaf hægt að fagna svona merkilegum hlut aftur og aftur?? Ragnar?
Svanhvít hvaða litur hefði ég verið í veislunni?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli