þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Alveg eru þessi eldsnemmaflug óþolandi. Hér sit ég núna og klukkan er rúmlega fimm. Það er eins og augun á mér séu sandpappír og ég sé einfaldlega þunn. Svona skrýtin í maganum og bara öll hálfsofandi. En þar sem að ég er orðin svo mikil elliær þá á ég svo auðvelt með að vakna, þannig að ég er bara tilbúin til að fara en það er of snemmt að leggja strax í hann. Vil frekar sitja heima hjá mömmu og blogga til ykkar en að vera uppá Leif. Myndi bara eyða pjening þar og hann á ég ekki nema í visaformi og það er ekki í tísku lengur. Jú það verður kannski í tísku í dag þegar ég er mætt til Utrecht á ný. Þá er ég að hugsa um að hendast í Ikea og kaupa dótarí (skemmtilegt orð) og borga með vísa.

Jámm allir saman takk fyrir frábæra daga hérna heima, jú seift mæ læf!!
Nú tekur skólinn við af alvöru á ný og ábyggilega e-r ævintýri sem geta gert þessa bloggsíðu áhugaverða til lesturs...

Tootíloo

Engin ummæli: