miðvikudagur, janúar 28, 2004

ég geri lítið annað en að vera á kaffihúsum. í dag fór ég af vegamótum beint yfir á súfistann, gat ekki annað en brosað í kampinn. ég hef alltaf fílað svona slæpidaga þar sem vísakortið rennur um rifur posavéla kaffihúsana án þess að ég fái samviskubit:) ó það er búið að vera svo ljúft hérna á íslandi sl. daga. ég er svo sátt við að vera hérna og nýt þess í botn. þetta er alveg frábært land, ég get svarið það...

...svo margt að gerast í kollinum mínum samt. stundum er ég að spá í hvort það sé e-r þarna uppi sem stjórnar tilfinningum mínum. tilfinningar mínar séu bara svona ljósa og hljóðborð í leikhúsi. sá sem stjórnar mér getur allt í einu án nokkurs fyrirvara ýtt á tómleika og svo bara slædað upp og gert tilfinninguna meiri...en svo er hann stundum í stuði og ýtir bara á kátínu, bjartsýni og jafnvel slash af hlátri. Stundum er hann bara prakkari og bara að ýta og slæda random á alla takkana á einum degi. Þannig dagur var í dag...

...svona prakkaradagur hjá keyrslumanni tilfinningasviðs míns!

Engin ummæli: