Dúkkulísa er komin aftur frá Danalandi og hugsar til ferðarinnar með bros á vör. Ó hvað þetta var nú hugglegt eða hyggeligt eins og Danirnir segja. Alltaf jafn frábært að taka svona highupintheskydayz með Dóranum mínum, alltaf jafn glatað að það taki enda. C´est la fokkings vie eins og frakkarnir segja!
Ætla ekki að rekja þéttskipaða dagskrá ferðarinnar hérna því þá mun hún Lady Svanhvít endanlega stúta mér fyrir að vera væmnasta vinkona sín, hehe....
En áramótin voru æði. Við fórum í partý í svona dönsku sveitahúsi (uppí sveit eehum) með skólasystkindum Dóra. Matur og vín flæddi um. Músikalskt fólk sem spilar á hljóðfæri og semur lög á staðnum. Sannir drykkjulkeikir. Einn flugeldur. Ekkert áramótaskaup. Dansi dansi dúkkan mín fram á nótt og svo sofnað í herbergi með 8 manns. Allt í lagi að sofna, að vakna var erfitt. Þunnur í loftlausu herbergi, í spreng...
Set myndir inn sem fyrst
Takk fyrir að lesa, takk fyrir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli