föstudagur, janúar 09, 2004

Stjörnuspáin mín í dag samkvæmt Mogganum:

"Þú nýtur óvenjumikillar athygli og ættir því að huga að því hvernig þú kemur fyrir. Reyndu að líta sem best út."

...okei

En þetta passar svo sem vel við því í kvöld ætla ég að halda kveðjumessu á Tapas fyrir þá sem mér finnst sætir. Ég var ekkert búin að spá í þessu neitt sérstaklega en svo fattaði ég að ég væri ekki að fara að koma hingað næstu 6-7 mánuðina ogégbaraþúbarahannbaraþúveistskillurrru!!! Og jú ég ætla að reyna að vera sæt og flott fyrst að mogginn segir það.

En þetta er smá skrýtið sko. Tæpir 7 mánuðir. En ég á eftir að gera svo margt skemmtilegt þangað til og næstu annir í skólanum líta mjög vel út. Svo er ég að fara í kommúnulífið á Amsterdamsestraatseweg. Ferðalögin taka engan enda hjá hollensku stúdínunni. Og í lok vetrar tekur við eitt stykki Interrail og búið er að velja borgir 4 sem ætla að taka á móti stúlkum tveim (og kannski tveim bodddígördum þeirra). Borgirnar heita: Kaupmannahöfn, Berlín, Kraká og Búdapest. Ekki slæmt, ekki slæmt.

En núna er ég að fara að hitta splúnkunýjan einstakling sem hefur fengið gælunafnið Broddi Möggu&Ingvarsson. Ég er búin að vera að bíða eftir því að hitta hann síðan daginn fyrir kosningar í vor. Þá tilkynnti perlan mín hún Magga mér á kosningaskrifstofu Framsóknar að hún bæri barn undir belti og ég fór að væla.

Síjaaa

Engin ummæli: