föstudagur, janúar 09, 2004

Já Kaldaljós er falleg mynd. Hún er samt pínku bland af Nóa og Englum Alheimsins. En ég er samt mjög ánægð með hana. Mér finnst líka konan sem skrifaði söguna svo merkileg. Hún er ein af þessum manneskjum sem höfðu áhrif á líf mitt þarna e-sstaðar á lífsleiðinni. Ég man eftir mér 10 ára í eldhúsinu hennar þar sem hún drakk kaffi og reykti og ég og dóttir hennar borðuðum hafrakex með smöri og osti með sundblautt hárið. Þar var talað við mann eins og maður væri fullorðinn manneskja. Bara kjaftað um allt. Og margt situr eftir, allskonar svona sem bara meikar einfaldlega svo mikinn sens. Svo einu sinni var ég í landafræðiprófi og spurt var hvað forseti okkar héti. Ég svaraði: Vigdís Grímsdóttir.... Sko óvart. Æ ég er ekki frá að ég sakni hennar nú stundum.

Engin ummæli: