Jæja! Var að koma úr fyrsta jógatímanum mínum...við erum að tala um að kennarinn komst ekki! hahahahha En það var e-r vön gella úr hópnum sem leiddi okkur í gegnum þetta. Ég var frekar "nýbyrjuð" að sjá og var bara svona að herma eftir hinum...en mér fannst þetta æðislegt og ég hlakka til að fara næst:)
Núna er ég í fríi til 18.00 og mér finnst æði að eiga frí á virkum dögum! Ég ætla a dúlla mér í allan dag, bara spóka mig um í bænum...kannski kaupa mér e-ð og setjast á súfistann. Svo er Kolla líka í fríi. mmmmmm þetta verður æðisleg vika:) Er bara á kvöldæfingum uppí Borgó...og fríi á daginn! vheepaaa!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli