þá er þessi vika senn á enda, búið að vera frábær vika. Búin að vera að dúlla mér á daginn og svo á æfingar í Borgó á kvöldin, sem enda oftast í svefngalsa dauðans. Ætla nú ekkert að fara út í smáatriði neitt en í gær var ég komin í gamaldags hjólaskauta á hliðarsviðinu með græn sundgleraugu og ég og Sólveig sýningastjóri hlógum svo mikið að fólk hélt að við höfðum verið að fá okkur í haus. Já það er gaman þegar það er gaman í vinnunni, bætir upp hin lélegu laun sem ég er á.
Helgin er nokkuð plönuð héld ég barasta: er núna á leiðinni á æfingu eftir klukkutíma og stendur hún til 12 svo á morgun er æfing í fyrramálið og sýning annað kvöld, eftir sýningu ætla ég svo aðð mæta galvösk í teiti til hans Unnars Geirs sem á ný er fluttur á 101 og ku fagna því á þennan skemmtilega máta. Sigrún ætlar að taka sér frí frá viðskiptalögfræðinni á Bifröst og djamma með mér og Ragnari (en hann á sko toll jibbí) Við Sigrún héldum nokkuð fræg náttfatapartý hér í vor sem slógu svona rækilega í gegn...við erum komnar í náttfatagírinn á ný og stefnum á eitt slíkt í lok djammsins. Það verður spennandi að sjá hverjir verða þeir heppnu til að fá að fara í náttföt og svo í þynnkulöns á sunnudaginn hmmm:)
jæja, ég hef ekki mikið meira að segja í bili....lífið er yndilslegt...nema kannski ég er á "ljótudögum", kannast ekki allar stelpur við slíka daga? er ekki að fíla það:(
Er að spá í að gera svona skilaboðaskjóðu í boði Kollu (if you mind honnípæ) ég ætla að gera til þeirra sem ég veit að lesa bloggið mitt reglulega....ef nafnið þitt er ekki hérna fyrir neðan þá veit ekki af þér hér á síðunni láttu mig þá vita í gestabókinni eða í kommentakerfinu og þá veit ég af þér næst elsku sveskjan mín:) (smá plott til að vita hverjir eru að koma til mín í heimsókn reglulega heehhhhh)
Kolla: góða skemmtun í leyniferðinni, væri alveg til í að vera að fara að gera það sama um helgina:)
Brynhildur: afhverju stofnar þú ekki blogg?
Sigrún: Hvern langar þig mest að sjá í náttfötum?
Anna: Verðum að fara að hittast? Ertu að vinna alla daga, fullan vinnudag?
Tinna: Sakna þín senjoríta, hafðu það gott í Barlesónunni:)
Sara: Ertu að skoða síðuna mína, það er allavega e-r sem kemur reglulega inná hana í Danmörku veit ég...
Ragnar: Núna vil ég sjá þig djamma eins og það sé það síðasta....2 morró beibí 2 morró
Harpa: Ertu hætt á næturvöktum? Ertu þá hætt að tjékka á mér?:) Góða skemmtun í kvöld, bið að heilsa þrútna:)
Döggin: Til hamingju með nýja sófann stelpa...
Erlan: Núna er ég alltaf á makka og get ekki séð síðuna þína, hún er öll í rugli:(
Arneheiður og Júlli: Góða skemmtun í kvöld *heeaaaauuuööööhhhh*....á Astró. Bið að heilsa sumardjammsliðinu!
Urður: Er næstum því búin að gleyma hvernig þú lítur út, hef ekki séð þig svo lengi:) Bið að heilsa Tótu líka.
Pabbi : Er nokkuð erfitt að lesa síðuna mína? En ef ég segji "smokkur"?? Þú átt sko að skrifa líka í gestabókina líka þegar þú kemur í heimsókn....
Dagný: Viltu líka hjálpa mér með kommentakerfið? Það sést sko bara á PC tölvum nebbla:(
Jói: Ertu hættur að blogga?
Harpa Rut: Takk fyrir síðustu viku:) Hlakka til í okt....
Man ekki eftir neinum fleiri í augnablikinu.....En ef ÞIG vantar hér á listann *æ rípít´* láttu mig þá vita á áðurnefndan hátt!
Mig langar að vita hverjir eru að koma hingað nebbla, ekki vera feimin(n)....ég er svoooo forvitin!
Jæja er rokin í vinnunna....góða helgin evríboddí in da hás!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli