jæja þá er bara komin mánudagur!!! voðalega er ég eitthvað glötuð í þessu bloggi núna, reyni að taka mig á :)
Helgin var æði:...eftir vinnu á föstudaginn kom ég heim í kertaljós og það beið voða góður matur handa mér. Kvöldið var rólegra en allt róelgt, við Ragnar vorum að passa Oddlaugu og vorum bara að hanga í tölvunni og hlustuðum á góða músik.
Á laugardaginn var svo frumsýningin á HONK! Það gekk vel, ég var kannski aðeins of afslöppuð, var bara klikka á stórum atriðum hægri vinstri, en e-n veginn reddaðist allt....
Um kvöldið kíkti ég svo á Tapas í smá frumsýningar get2geðer, svo fór ég í Perlupartý hjá Katrínu og þar var étið yfir sig af ostum og brauðréttum og því svalað niður með ísköldu hvítvíni jummí. Eins og okkur perlunum sæmir var ALLT á milli himins og jarðar rætt og ég hló svo mikið að ég var byrjuð að engjast í maganum....svona á þetta að vera!!!
Svo fékk ég sms frá Hörpu: ÉG ER MEÐ SURPRICE FYRIR ÞIG, Á EKKI AÐ KÍKKA? Harpa var sko með partý. Ok ég var alveg viss um að Óli (mæ först lov) væri mættur á staðinn og varð geðveikt spennt. Hringdi í Harps en því miður var þetta bara ranghugmynd í mér ummmffhhhll :/ En það var e-ð sem beið mín, þannig að við brunuðum niður eftir. Það var fín stemmning hjá henni en samt frekar rólegt ennþá, en svo fékk ég surpræsið:
Harpa var búin að redda "tilbrigði við fegurð" eða fegurðarsamkeppnalaginu eins og það heitir á frummálinu, og það á lag á mjööög skemmtilega sögu hjá mér og hörpu (dönsuðum mjög eftirminnilegan dans við það í eftirpartýi SEM hann óli minn var einmitt í...þannig að sörpræsið tengdist honum nú samt hahahahahha) En allavega: Ég Harpa og Svansa vorum einar inní stofu og þær byrjuðu að krýna mig (sem miss) og svo kom aðalparturinn í laginu og þá kollféll ég inní hlutverkið og byrjaði að gera titrandi hendi fyrir munnum og og laga kórónuna, ég var með kertavasa sem sprota og e-a styttu sem óskarsstyttu (mín vann sko líka óskarinn) og þá gékk ég inní eldhús sem allir voru og lagið í botni....allir stóðu upp og byrjuðu að klappa og hrópa og ég bara brosti í gengum tárin og var svo ánægð! Svo hélt ég þakkarræðu (af því að mín var líka að vinna óskarinn í þykjusstunni)
Þetta var snilld! Miklu betra en ÓLi....allavega fyrir svona athyglissjúka manneskju eins og mig...hmmm!
Já svo bara kom harkan í teitið og það var dansað til 3 (múskikskalinn var ALGJÖR....allt frá Villa Vill til Rammstein)
Það var kíkt á Kaffibarinn þar sem Kata var ein uppá stól að dansa (e-ð að ruglast á kvöldi) hún var svona einu sinni fyllri en ég sem var skemmtileg tilbreyting. Ég hékk með Loftkastalastrákunum mínum og eftir lokum var að sjálfsögðu farið á 22 að dansa. Þar hitti ég svo hörpupartý aftur og það var sveitt stuð í gangi...um 6 kölluðu aðrar skyldur og ég varð að fara á leynistað. Ætlaði að reyna að stinga af...en það mistókst, hitti ALLA á leiðinni út. ahhahahahahha.....æ fokk itt!
Sunnudagurinn var æði spæði, bara chill frá upphhafi til enda með öllu tilheyrandi:)
HÆ ANNA BJÖRG!!!!!!! ég stendi við orð mín...ætlar þú að standa við þín????
Engin ummæli:
Skrifa ummæli