sunnudagur, september 08, 2002

....hér er ég, hér er ég, góðan daginn daginn daginn!!!!

afsakið hlé-ið. bara búið að vera mikið að gera. Ég er semsagt ekki að vinna við tölvu allan daginn lengur og er búin að vera í tökum í 7 daga samfleytt frá morgni til kvölds. Búið að vera frekar strembið, en alveg rosalega gaman!

Gaman að vita að það að það eru e-ir sem söknuðu mín. Brynhildur mín...ekkert smá gaman að fá myndirnar frá þér. Og Helga....ég vissi ekki að þú værir gestur hérna hjá mér á milli bóklestrartarna..endilega láta mann vita af svona með því að skrifa í gestabókina:)

Já hvað get ég sagt ykkur meira.
....ég er búin að skrá mig í yoga í Kramhúsinu; byrja á þriðjudaginn. Maður má víst líka fara í músikleikfimi frítt þegar maður vill. Harpa fór í músikleikfimi í Kramhúsinu þegar hún var 15 með Arnheiði og þær fengju sjokk því það voru bara hippakonur milli 40-50tugs með ennisband að fíla sig hevível! Hahhahahah ég hlakka ekkert smá mikið til að tjékka á þeim. Ég held að þetta sé bara yndilseg stemmning þarna í Kramhúsinu:)

Ég var bara róleg um helgina..jább nú er diljá byrjuð að róast. Bara vinna mikið og stunda yoga:) Já og svo ætla ég að prófa að verða grænmetisæta í mánuð (eða sko það er reynslutíminn) svo kemur það í ljós hvert framhaldið verður.
hahahahah er ekki haustið tíminn til að taka sig á og gera plön sem er í takt við mín?? æ jú..... Öll árin í Kvennó byrjuðu eins hjá mér: ég hélt því statt og stöðugt fram að ég myndi fara beint heim eftir skóla og læra í svona 2 tíma...já já voða fínt lesa jafnt og þétt yfir veturinn. ALDREI!!!! aldrei gerði ég þetta hahahahhah, en samt byrjaði árið alltaf eins! ég trúði þessu....æ ég er svo mikið krútt! (innskot: KOLLA hahahahhahah)

jæja elskurnar mínar, ég er að hugsa um að leyfa hárgreiðslunemanum(Svönsu) að gera mig sæta. Hún ætlar að styrkja brúna litinn og klippa mig e-ð pæjó:) Já btw: fólk er ekkert að þekkja mig með þetta brúna hár...ég er búin að lenda svona 10 sinnum í því undanfarið að brosa til kunningja (sem eru svona á "HÆ" basis) og það er bara horft í gengum mig. Orðið frekar hallærislegt....en ég "brosi nú bara útí annað" og gaman af!

Engin ummæli: