ég sit hérna heima núna í smá pásu og er að hlusta á fallegasta diskinn minn-NINA SIMONE RELEASED-vá hvað hann er æðislegur! mmmm mæli með honum...
en núna var hallgrímskirkja að dingla: það var brúðkaupslagið. Mér fannst allt í einu svo merkilegt að þarna væri par að upplifa e-ð svo æðislegt. E-r kona og e-r maður að gifta sig. Þau eru að gera e-ð sem þau munu aldrei gleyma....vonum bara að þau verði túgeðer forever. Ég er ein af þessum stelpum sem er búin að plana minn brúðkaupsdag:) Ég ætla að gifta mig á Búðum hjá Snæfellsjökli. Ég hef nokkrum sinnum komið þangað og alltaf þegar ég er að koma að þessum stað fæ ég svona vellíðunarfiðring í magann. Það er svo góður andi þarna. Það er mjög langt síðan ég ákvað að gifta mig þarna, áður en að hótelið gamla brann, núna er bara að vona að þetta nýja sé jafn yndislegt.
Vá ég hlakka svo til...ég veit að þetta verður frábært!
Ef ekki Búðir...þá Las Vegas drive by wedding og Elvis look-a-like sem prestur...ok?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli