þriðjudagur, september 24, 2002

jæja núna á ég víst íbúðina mína alveg ALVEG!!! Njallinn er offíssíalli orðinn minn, ég fór áðan að skrifa undir e-ð afsal sem er svona lokahnikkur í íbúðarkaupum. Mér finnst þetta samt ekkert eins gaman og mér á að finnast þetta: fyrir mér varð íbúðin MÍN þegar hann sæti Svanur (gaurinn sem ég keypti af) samþykkti tilboðið mitt! Það var ein besta stund sem ég hef upplifað, ég var hjá Söru þegar fasteignasalinn hringdi og sönglaði svona: "þú átt íbúð".....ég öskraði og æpti og dansaði gleðidansinn og hoppaði og grét úr gleði....
En núna á ég hana víst, ekki fyrr en áðan!
Draumaíbúðin!!!

Engin ummæli: