Planið fyrir helgina er komið....
Á laugardaginn ætla ég að halda ULTIMADE MEGA SÚPER GIRL POWER DJAMM @ Njallinn! Markmið kvöldsins er að fara á eins mörg stelputrúnó, mála sig mikið, dansa eins og það sé þinn hinsti dans, syngja með öllum lögum...líka þótt þú kunnir ekki textann, vera voooa fín en líka ossalega full og hösla!!! Ég og Sigrún ætlum að fara og kaupa okkur dress í Rauðakross búðinni nýju á Laugaveginum...helst e-ð 80´s...eða ég er alveg til í eða 60´s líka Sigrún...hvað segjir þú það? Kannski e-ð bleikt! Hmmmm? Við sjáum til:)
Ég er búin að bjóða öllum vinkonum mínum...úr öllum hópum...þannig að ég á von á góðu!
Veit einhver hvort Gullfoss og Geysir séu að spila e-sstaðar um helgina? Viltu þá görussu vel skrifa í GESTABÓKINA góðu og segja mér hvar...og ég mæti með skarann!
Svo er líka geðveikt partý hjá röftunum mínum á föstudaginn...Arnheiður átti ammælli s.l. helgi. Til hamingju með það:) Og auðvitað mæti ég galvösk í það og tek Afgan með Bubba/Bödda...
Shit hvað næstu vikur er e-ð til að láta sig hlakka til að upplifa..aðallega helgarnar þá.
-Eins og þið sjáið hér að ofan þá er helgin nk. frekar þétt og erfitt að fokka henni e-ð (eins og síðustu helgi)
-Verslunarmannahelgin getur ekki klikkað; því þá verð ég komin til hennar KÓNGSINS KÖPEN að djamma með henni Petru minni
-10.ágúst er GAY-PRIDE dagurinn og árshátið HÁS-SYSTRA ....það verður bara gaman! Plan frá morgni til kvölds!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli