fimmtudagur, júlí 18, 2002
...ég skellti mér á eitt stykki vikuferð til kóngsins Köpen áðan!!!
Ég er svo spennt að ég er að deyja! Ég flýg út þann 31.júlí og kem heim 7.ágúst (mið-mið) Ákvað að sleppa því að fara til Eyja (sem ég hefði farið) og eyða peningunum mínum í utanlandsferð í staðinn. Petra vinkona verður svo ánægð að fá smá heimsókn. Ég fór til hennar um páskana í fyrra og það var æði.... það er bara sjá hvort við toppum ekki þá ferð bara?
Við ætlum bara að djamma og slæpast e-ð. Hún var líka að kaupa sér bíl, þannig að við keyrum auðvitað e-ð út fyrir bæjinn líka:) Það er alveg komin tími á smá chill fyrir mig enda ætla ég mér að njóta vel. Hvað er yndislegra en að sitja við Nyhavn á sætum terras í góðum hópi og bjór?? Mér er spurn!!
Ég læt ykkur lesendur góðir fylgjast vel með tilhlökkun minni hér á síðunni....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli