mánudagur, júlí 22, 2002

En ég vil endilega deila því með ykkur að mánudagar eru bara viðbjóður ef maður djammar um helgina. Ég djammaði ekkert um helgina og núna í dag er ég bara fresk eins og plóma á ávaxtamarkaði á Spáni.
Já eins og ég sagði áðan þá er ég orðin nördos, en ég var á leiðinni á djammIÐ á laugardaginn, en nei, ég var sofnuð um 10 leitið. Halló? En það var samt mjög gott, mjög gott að vakna ferskur á sunnudagsmorgni. En núna er samt erfitt að vera til...þar sem að þetta var víst geðveikt djamm í 101-um. Það voru allir á galeiðunni, og það skemmtu sér allir vel og eru með fullt af sögum.
En ku bæta það upp næstu helgi og ætla að rokka alla nóttina fram á morgunn. En ég er ekki komið með neitt plan, eina sem ég veit er að ég og Tinna ætlum að vera í jólaskapi og reyna finna okkur mannsefni...eða meira svona "summerfling"! Það er alltaf gaman

En veist ÞÚ um eitthvað skemmtilegt sem er að gerast næstu helgi....Láttu mig þá vita hér og nú!!!...og ég skal mæta galvösk í jólaskapi og rokka með ÞÉR inní nóttina:)

Engin ummæli: