Það er svo fyndið hvað maður er komin inní líf hjá allskonar fólki útum allan bæ útaf þessu bloggi. Ég er með nokkrar síður sem á e-n hátt láta mig koma aftur og aftur í heimsókn og fylgjast með. Hvað það er veit ég ekki nákvæmlega, þessir krakkar eru góðir pennar, lifa skemmtlegu lífi eða bara...já ég veit ekki ég kíkji alla vega aftur og aftur. Ég ætla hér með að linka á þær, svo það sé auðveldara fyrir mig að fara beint inn til þeirra í heimsókn...
Samt það lítur allt út fyrir það að stelpur séu betri bloggarar...alla vega finnst mér það greinilega. Kannski af því að við bondum...æ eða e-ð?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli