fimmtudagur, júlí 04, 2002

noh maður er bara komin með aðdáendur...fólk er byrjað að kvarta yfir bloggleti minni s.l daga. Málið er að ég hef ekkert að segja og er með e-a tregðu. Bött æll træ 2 öppdeit jú gæs:

--í gærkvöldi hentist ég eftir vinnu í BBQ partý til Kötu vinkonu sem ég hef ekki séð alltof lengi. Við sátum í kvöldsólinni útí garði...alveg þangað til við gátum ekki meir. Það var orðið nokk kalt þarna í lokin. En Kötu fannst svo tilvaliðað halda teiti í garðinum að hún dúðaði okkur inní peysur, sokka og teppi. En við náðum svo að stinga af inn í hlýjuna þegar hún fór inn í enn eina peysuferðina. Þetta var mjög kósí. Við kvöddum Kötu Erlings sem er að fara til Þýskalands að fornleifast e-ð og svo buðum við Jóhönnu velkomna heim frá Þýskalandi, en hún var að koma heim eftir ársdvöl í Köln. Velkomin heim Jóka mín!

--Um helgina er verið að plana heljarinnar ferð á Skóga. Við "perlurnar" erum búnar að vera svo duglegar að plana..eiginlega OF duglegar. En það er allt að skýrast nuna hjá okkur stöllum og ég hlakka geðveikt til að komast í tæri við náttúruna í sólarhring. Langt síðan ég hef farið í svona fyllerísbull. Vanalega eru það ég og Arnhildur sem erum síðastar af svæðinu...veit ekki hvernig það gerist alltaf? Hmmm? Tjaldið okkar er alltaf það eina sem eftir er.... Það er svona aðalmarkmið ferðarinnar að fara á bærilegum tíma heim og edrú kannski líka:)

Engin ummæli: