miðvikudagur, júní 28, 2006

Tvö bestu hrós sem egóið

mitt hefur fengið á sl árum eru eftirfarandi:
1. "alltaf þegar ég sé þig þá hugsa ég um Pulpfiction" (19.06.2004-Jói)
2. "þú lítur út eins og leikkona í Almódóvar mynd" (09.06.2006-Peter)

Afhvefju mér finnst þessi hrós góð;
af því að pulpFiction er ó svo kúl mynd, með fullt af edgi og flottri tónlist. Konurnar í myndum Almódóvar eru þokkafullar, sérstakar í útliti en samt venjulegar.
Is that me?

Ég er hins vegar komin með huggulegan titil í Latabæ™, "post production co ordinator" ...ó já ó já. Krefjandi verkefni og mikill skóli. Þetta verður vonandi gott sumar í vinnunni. Allavega langir dagar. Skil ekki afhverju ég fer ekki fyrr að sofa. Það er eins og birtan á næturna gefi manni auka orku. Alltaf jafn sérstakt að leggjast til hvílu og það er alveg bjart. Eins og núna.

Klukkan er 1.06 og ég ætlaði að vera sofnuð í síðasta lagi fyrir miðnætti. En þar sem ég var í heilagri BeverlyHills90210 stund með Hörpu og Helga, sem leiddi síðan til mikilvægs nafnafundar (fyrir tilvonandi barn þeirra hjúa) ákvað ég að byrja að drekka kaffi á morgun til að halda mér gangandi. Og fara seinna að sofa en áætlað var. 3.nóttina í röð. Og kannski kaupa spirulina? Mælir e-r með því fyrir toppFramakonu sem ég nú er;)?

Jæja ég bið ykkur vel að lifa, drottin sé með ykkur.
Góða nótt

laugardagur, júní 24, 2006

leggur sterkan arm upp við bak

og við svífum í eilífðardans. Eilífðardans.

Skv. stjörnuspá mbl.is verð ég ástfangin í dag. Og það hratt, jafn hratt og skyndibiti.
En ég vona að ástin sé ekki eins og skyndibiti. Góð á meðan hennar er notið. Svo samviskubit.

Dagarnir líða hratt á Íslandi. Ég er komin í hið vanalega ástand, hlaupandi á milli og alltaf nóg að gera. Síminn stoppar ekki, allir að reyna við mig þúst!
Útaðborða allavega einu sinni á sólarhring. Alltaf með góðu fólki. Í gær hélt ég smá housewarming þar sem ég er nú formlega orðin leigjandi á Laugaveginum. Við stelpurnar klæddum okkur upp í StepfordWife kjóla og hárgreiðslan var óaðfinnanleg. "Heimalögðu" réttirnir okkar stóðust allar væntingar...jiii..but ofkorz!
í dag á að gæsa hana Möggu Perlu Lilju. Það verður eflaust gaman. Meira um það seinna.

en nú er það brunch á VOX á Nordica Hótel...mmmm.

bæjó

þriðjudagur, júní 20, 2006

hey já

ég er bara komin heim. tókst að missa af vélinni minni og er því núna með ansi skemmtilega "ég-missti-af-fluginu" sögu í farteskinu núna. Hafið samband ef þið vilja heyra hana.
Get ekki sagt að ég sé ánægð með þessa rigningu sem ræður ríkjum hérna á landinu, en ánægð er ég með vini mína og fjölskyldu. Það er magnað fólk skal ég segja ykkur. Komin með íbúð. Vonandi vinnu. 2 stk. brúðkaup og 1.stk gæsun framundan. Og margt margt fleira. Ég vona að þetta verði gott sumar. Ég ætla að einbeita mér að því að hafa það skemmtilegt á hverjum degi.

bæjó

miðvikudagur, júní 14, 2006

það leiðinlegasta

í þessum heimi hér-finnst mér-að pakka dótinu mínu ofan í ferðatösku. Ég er alltaf að því. Alltaf að passa uppá að þetta fari ekki yfir 20kg. Flott hjá mér að blogga bara þegar ég á að vera að gera þetta...og þrífa. Ekki í stuði.

En að öðru, skemmtilegra. Fyrir 7 árum kom hún Oddlaug Marín Svanhvítardóttir góðvinkona mín í heiminn. Hún var ekki nema 7 klukkutíma gömul þegar hún komin í fangið á mér og því augnabliki mun ég aldrei gleyma. Síðan þá hef ég elskað hana, knúsað hana, svæft hana, hlegið með henni, kennt henni spekina um lífið(heh), hún kennt mér enn meira, rifist við hana, gefið henni í skóinn,hlustað á hana syngja Lítill Fugl með Ellý (elska þegar hún tekur það lag) sótt hana í leikskólann, og síðast en ekki síst fengið fullt af fiðrildakossum á kinn.

Ragnar tók þessa mynd af henni en mér skilst að hún hafi alveg séð um stíleserað þetta sjálf. -með blómakrans í froðubaðið:)

Svo af því að ég hef svona "mikinn tíma til aflögu núna", svona þegar ég á að vera að pakka og þrífa. þÁ fór ég að lesa gömul blogg...já hjá sjálfri mér heh. Og fann þá þessa ógeðslega hressandi færslu sem ég skrifaði í júní 2003.


Það er Radiohead dagur hjá mér í dag; ég hlustaði á tónleikaupptöku á leiðinni í vinnunna, þegar ég kom í vinnunna var verið að spila nýja diskinn, svo kíkti ég heim úr vinnunni í smá stund, þar voru amma og kettirnir að syngja karma police í kór. Amma er nefnilega í smá verkefni hérna hjá mér. Hún er svo yndisleg að hún bauðst til að afþýða ískápinn minn. Við erum að tala um ársbirgðir af uppsöfnuðum ís. Hún fann jarðaberjasúrmjólk sem mamma kom með handa mér þegar ég var veik í júní í fyrra sem var föst aftast í efstu hillunni....

Ég á bestu ömmu í heimi!


Hvar væruð þið án mín??? Hvar væri ég án Ömmu?

jæja farin að pakka!! bæjó

mánudagur, júní 12, 2006

ég held að það sé löngu orðið ljóst

að hrúturinn sé la-hang skemmtilegasta stjörnumerkið til að vera í!

mánudagurinn 12.júní 2006
HRÚTUR 21. mars - 19. apríl
Fólk talar um verkefni og ásetning eins og ekki sé hægt að lifa innihaldsríku lífi án þess. En þau þurfa ekki að vera fyrirframákveðin eða vitsmunaleg. Af hverju ekki að gera skemmtilegt líf að meginreglu?

ég vil þakka mömmu og pabba fyrir að hafa gleymt getnaðarvörnum verslunarmannahelgina 1978, ömmu og afa fyrir að hafa farið til útlanda verslunarmannahelgina 1978 og skilið eftir autt hús ofl ofl.

Ég hef alltaf verið mjög sátt við afmælisdaginn minn. Nema kannski að ég hef fengið full oft páskaegg í afmælisgjöf. Og get því kennt því gjafmilda fólki um "my curves" ekki satt?
Í flestum umsögnum um Hrútinn stendur að hann sé frumkvöðull í sér, eigi erfitt með að virða reglur og vilji fara sínar eigin leiðir, sé óþolinmóður...en vilji öllum vel og er barnslega einlægur. Þetta er alveg ég. Og mér finnst skemmtilegt að segja frá því mjög margar stelpur í skólanum mínum eru Hrútar og Naut (sem er svipað merki). Rokk og ról fyrir þvi!

Jæja það eru aðeins nokkrar dagar eftir af þessu skólaári hérna í Danaveldi. Hitinn er rosalegur þessa dagana og hnakkamellan í mér lifir góðu lífi. Á laugardaginn flýgur fröken þunnaDill yfir hafið og mætir í þjóhátíðarbúning til að fagna fullveldisdeginum með sínum vinum eins og við gerum það bezt!

bæjó

föstudagur, júní 09, 2006

My hips don't lie...

Það er eitt og annað sem ég sakna alveg óskaplega frá San Francisco. Sakna borgarinnar í heild sinni. Hún er æðisleg og yndisleg og skemmtileg. En núna sakna ég appelsína (er þetta rétt beygt?) sem ég held að heita Tangerínas eða e-ð. Kannast e-r við þetta? Það eru appelsínur, bara dekkri á litinn og ó svo bragðgóðar. Ég setti þér stundum í frystinn í smá stund og svo reif ég þetta í mig. mmmmmm mig langar svo mikið í svona tangerínas núna, með þetta á heilanum alveg hreint.
Já annað sem ég sakna. Eða já kannski ekki sakna beint. (ekki eins mikið og tangerínas þá) en fíla við Usa, er að hvert sem þú kemur að þá er cottonmjúkur klósettpappír. Svo gæða gæða. Það kann ég vel að meta. Könum þykir greinilega vænna um rassinn sinn en evrópubúum. Sérstaklega dönum, hér er allstaðar svona þurr og harður klósettpappír. Allir að spara. Og borða rúgbrauð og gulrætur.

En sumarið er loksins komið í Árósum. Sól og blíða og allir komnir í létt föt og eru bara útúm allt. Það er góð stemmning í borginni núna. Og það er líka góð stemmning í KaosPilota höfuðstöðvunum. Team 11 hefur nú skilað af sér öllu um verkefnið som vi har lavett i San Francisco. Við fengum einkunina 9 ( sem er dönsk 9, á skalanum 1-13) Sumir voru smá skúffett en eg er sátt við þetta. Við gerðum ekkert fullkomið verkefni þarna. Vantaði ýmislegt uppá. Enda fengum við mjög gagnlegt fídbakk frá prófdómurunum.

Við áttum líka sem bekkur að gefa okkur sjálf einkunn. Fengum klukkutíma til þess og ó mæ göd. Þetta er bara endalaust fyndið að setja 34 stjórnunar og skoðanaglaða einstaklinga í þessa stöðu aftur og aftur. Náum að diskútera ALLT. En já í þessum prósess gaf ég Team 11 líka 9 (ásamt nokkrum öðrum stúlkum). Við áttum ekkert hærra skilið.
En mikið er nú gaman að vera búin. Þetta hefur verið svo langt tímabil. Búin að vinna í þessu síðan í janúar! Við vorum öll orðin svo þreytt á þessu. En ekki það þreytt að við náðum ekki að fagna í gær!!

Fengum kampavín út á svölunum. Það er mikil kampavínshefð í skólanum og ég kann vel að meta hana. Og svo lá leiðin í partý hjá bekkjarsystur minni. Mikið dansað, mikið trúnó, mikið faðmað, mikið drukkið, mikið fagnað etc etc. Ég er strax farin að kvíða fyrir því að útskrifast. Þetta eru ómetanleg ár. ALveg fáránlega skemmtilegt og flott fólk sem er komið inní líf mitt.

Jæja elsku lesendur. Ég er að hugsa um að koma mér útí sólina og ná þessari semi þynnku úr mér. Kannski fá mér sunlolly með appelsínubragði. Það er það besta í þynnku og góð sturta...já og vindur í andlitið mmm.
Svo eftir eina viku og einn dag að þá kem ég heim til Íslands, er smá stress verð ég að viðurkenna. Hef aldrei verið svona lengi í burtu frá íslandi og núna í þetta skiptið.

Bæjó (ps. ég vil komment)

miðvikudagur, júní 07, 2006

Part I

Team 11 þeytti fyrri hluta prófsins um Nourishment 4 Life (www.n4l.dk) í morgun. Og ef vel er að gáð vill svo skemmtilega til að við erum hálfnuð! Og ég er búin með orkuna nú þegar. Sit bara stjörf og reyni að finna bensín til sem gefur mer metnað til að rúlla upp seinni hlutanum.
Þar sem ég sit hérna gjörsamlega (eins og fyrr kemur fram) alveg stjörf að þá hringir síminn og ég sé að þetta er númer frá Íslandi. En á línunni er hollenskur maður sem segist hafa CV-ið mitt í höndunum og hann hafi tvö störf fyrir mig. Og þau ekki af verri endanum. Ég hef ekki talað hollensku í marga mánuði þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur hversu aulalegt þetta samtal var. Notaði til dæmis óvenjulega hátíðleg lýsingarorð til að sýna áhuga minn. Soldiðfyndið.
En ég á date með þessum hönk á Íslandi þann 19.júní og þá ræðst (sumar)framtíð mín.

Best að fara að undirbúa part II. E-r ráð?

ps. this is for you calle. please dont do the artCalle voice again. ANd its actually nice to "prepare" for part II with you...eeehhu or what are we doing??

þriðjudagur, júní 06, 2006

Guð gefi mér æðruleysi

til að sætta mig við það

sem ég fæ ekki breytt,

kjark til að breyta því

sem ég get breytt

og vit til að greina

þar á milli.

föstudagur, júní 02, 2006

Nú verða sagðar fréttir....

Nú af því að ég get átt það til að vera soldið sjálfhverf hérna á þessu bloggi þá finnst mér tími til kominn að koma með nokkrar mikilvægar tilkynningar af ÖÐRUM en sjálfri mér.


Fyrst og fremst ákvaðu æðri máttarvöld að tíminn væri kominn fyrir elsku Hörpu mína að fjölga mannkyninu. Í haust kemur lítll einstaklingur í heiminn sem er mér nú þegar alveg ossalega kær og ég hlakka svo til. Mamma hans hvíslaði því að mér að ég yrði kannski viðstödd þegar hann/hún mætti á svæðið. *grenjúrgleðispennuvæmniogstolti*



Já lífið er að breytast hjá fleirum en Hörpu því draumur Hrafnhildar Hebu minnar er að rætast eða byrjar að rætast í lok ágúst. Því þá flytur daman búferlum hingað til Árósa og hún gerist nemandi við hinn magnaða skóla er kenndur er við KaosPilota!
Velkomin í klanið og fjölskylduna elsku þokkadís. Þú hefur ekki hugmynd við þú ert búin að koma þér útí núna stelpa! En við hlökkum til að fá þig:)




Á meðan Heba hefur nám við KaosPilot skólann hefur öðrum tekist að klára skólann og eru nú formlega orðnir KaosPilot-ar!
Elsku Frímann og Eva hafa lokið þrem árum og einu stk lokaprófi. Ég er svo stolt af þeim og hlakka til að sjá hvernig þeim mun vegna heima. Þann 16.júní munu þau svo útskrifast í Musikhuset og um kvöldið verður ROSALEGT partý. KaosPilotar kunna að halda partý svo eitt er víst!


Síðast en ekki síðst að þó tókst henni Maj-Britti minn að þjóta á methraða í gegnum þrjú ár uppá Bifröst. Á sinn listafengna hátt tókst henni að fá himinháar einkunnir og sletta ærlega úr klaufunum og eignast fullt af nýjum vinum. Til að toppa þetta fékk daman svo 9 fyrir BA ritgerðina sína, en þeir á Bifröst gefa ekki hærra fyrir ritgerðir. So consider it a 10!:) Hún er nú formlega orðin viðskiptarlögfræðingur. Vá segi ég nú bara!