sunnudagur, febrúar 19, 2006

One of the four beasts saying come and see, and I saw



ég heiti diljáSan, ég er í SanFrancisco. Ekki leiðinlegt, ó nei ó nei hósé! Búin að fara 4 sinnum á starsbucks siðan ég kom, en ég drekk ekki kaffi. Samt er það mér mikið í megn að ná að vera ótrúlega markviss þegar ég panta mér drykk (td. green tea frappochino, soya milk and no cream...please!) Þetta segi ég mjög hratt og öruggt. En svo biðja þau um nafnið mitt og þá fer þetta smá í klessu. Næst ætla ég að segja bara DíJei. Eða er e-r með tillögur?

Ég hef annars frá svo mörgu að segja. Hvar á ég að byrja, hvar á ég að byrja?
Mér finnst gaman að segja frá því að ég eignast svona 5 nýja vini á dag. Fólk sækist ógurlega í mig og talar við mig eins og við höfum alltaf þekkst. Mér finnst þetta æðislegt, þarf aaaðeins að venjast þessu. En samt æðislegt. Svo hollt fyrir mann. Taka niður kúlið og bara vera.

Ég fór í hverfi sem heitir Haight í fyrradag. Það er svona hippahverfið. Getið rétt ímyndað ykkur hvernig stemmningin var þarna á sínum tíma. Í enda Haightgötunnar er svo GoldenGatePark. Þarna leið DiljáSan vel. ó já! Önnur hver búð er 2nd hand búð, sæt kaffihús, plötubúðir og aaaallskonar fólk. Svo útfrá þessari götu koma litlar götur með gullfallegum SanFrancisco húsum (með glugga út og í fallegum litum) Mikill gróður. Þarna vil eg búa næstu mánuði.

í gær fór ég svo a blint stefnumót með henni Rún. Hún verður svona íslenska vinkonan mín hérna:) Maður verður að hafa e-n.
Hún tók mig á æðislegan stað upp í NorthBeach og skáluðum í fallegum kokteilum fyrir sigri Silvíu Nótt. Svo hittum við fleiri vini hennar og drukkum martini, og það finnst mér ofsalega smart drykkur. Ætla demba mér í hann. Hér er líka mikil martini menning. E-ð bond meets sinatra svalt við martini.

komnar nokkrar myndir hérna í mynda linkinum til hliðar. Og svo koma líka vidjóblogg sem tröllríða bloggheiminum. Þið getið kíkt á nokkur slík hjá KaosVitringunum mínum, ég setti linka hjá 2 bekkjarbræðrum mínum, Calle og Jo. Og það munu e-r bætast við á næstunni..

Bæjó!
Diljá...in JetLag recovering.

4 ummæli:

Kamilla sagði...

Sjitt pomm fritt! Ég er svo nálægt því að pakka bara og koma til þín!

Sakna þín.

Nafnlaus sagði...

Sammála Kamillu...sakna þín sæta. Væri alveg til í að kíkja á þig!
-Matta (semersmáabbóaðþúsértkominmeðnýjabestaíslenskavinkonuíútlöndum!)

GudniKaos sagði...

Honey... sakna þín rosalega mikið líka.. vildi óska að ég væri með þér i SF.. vantar þig ekki alvöru homma til að hanga á þér þarna í SF! ekki einhver skápa case eins og eru í bekknum þínum! hehe
later

Maja pæja sagði...

Sko.. þú pantar næst undir Silvía Night.. ekki spörning :) og jamm ég sakna þín líka voðalega mikið og hlakka til að koma til þín ;)