miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Til hamingju Ísland

með að ég kíkti við! Stutt stopp á Íslandi sem innihélt eitt stk Valentínusardag. Dag elskenda en líka afmæli. 9 ára þessi elska! Ég. Við.

Valentínusardagurinn 2006 var eitt stórt stefnumót við þá sem ég elska. Hér kemur hann í máli og myndum.


Vaknaði í nýja rúminu hennar Hörpu, ásamt Hörpu. Í gegnum tíðina hef ég oftast sofið við hlið þessarar fögru stúlku.

Fór svo í morgunkaffi til Ömmu og Afa. En ég gleymdi myndavélinni útí bíl og fangaði það boð því miður ekki á mynd.


í hádeginu fór ég með manninum í lífi mínu út að borða. Við töluðum um ástina, mig, hann, og allt hitt fólkið sem engin sér og verkefnin mögulegu.


Hér sjáið þið Höllu á leiðinni útúr Laugardalslauginni. Þar áttum við pottarstefnumót. Sem þýðir ekkert nema tilfinningarleg heilun á klukkutíma. Spottprís, aðeins 280kr. Hvar væri ég án Höllu? ó sei ó sei hósei!

Ég hljóp svo niður á uppáhalds kaffihúsið mitt sem heitir Súfistinn og þar átti ég rómantískt stefnumót við Loftkastalastelpurnar mínar. Tinna, Maj-Britt og Sara Bjarney voru knússaðaðaðar í kaf og rot. Við skiptumst á V-gjöfum og ég fékk augnajurtaslökunargrímu sem sló rúmlega í gegn. Fyrir flugið sko;) Mynd kemur seinna!

Eftir Súfistann lá leiðin á rómantískt stefnumót með mömmu minni, hinni einu og sönnu. Við spisuðum á Austur-IndíaFjélaginu, mmmm. Svo sýndi hún mer nýja staðinn sem hún og Sigga eru að fara opna með vorinu. Ótrúlega spennandi!!
Klukkan 9. fórum við svo 3 á Minningar Geisju sem er mjög góð. Hver náði samt að dotta? Bjór fyrir þann sem fattar...!

Dagurinn byrjaði með þeirri sem hann byrjaði með. Góður dagur. En núna er ég á leiðinni aftur út á völl. Við tekur uþb 2ja sólarhringa ferðalag. Hvorki meira né minna. En endastöð er SanFrancisco.

Ég kveð í bili.
bæjó

7 ummæli:

herborg sagði...

Góða ferð:) og hafðu það rosalega gott í SanFran:) ég fylgist með þér hérna á blogginu!

Nafnlaus sagði...

Hvar værirðu án Höllu?
Hún væri alla vega ekkert án þín.
Þetta var mjög rómantískt stefnumót. Hlakka til næst.
Halla skalla

benony sagði...

Það var næs að hittast aðeins. Mjög svo rómantískt.

Ég er að hugsa rosalega mikið til þín. Njóttu þín og þú skalt eiga "time of your life"!!

See you soon

Dilja sagði...

takk stelpur, hlakka líka til að fylgjast með ykkur!!

er komin til köben og er að telja niður í kastrup, þar verð ég að vera klukkann 5 í nótt:)

Yggla sagði...

elsku dillsið mitt

góða ferð og bestustu skemmtunina í úglandinu stóra...

IT WILL BE THE BEST TIME EVER...

hlakka til fleiri msnstefnumóta
hugz, kizzez and alot of loving...

sunnasweet sagði...

Bon voyage ma belle...

Nafnlaus sagði...

Hóst* hóst*...fórstu ekki líka á Ítalíu? Minnir að ég hafi rekist á þig þar ;)
Matta