miðvikudagur, febrúar 22, 2006

KaosPilots Go Banananas In SanFrancisco

Team 11 fór á sunnudaginn sl. að hitta bekk í námi svipuðu okkar. Skólinn þeirra er staðsettur í Fort Mason sem var setur hermanna áður en þeir voru sendir út í Spænska stríðið. Komu því ekki eins margir til baka og fóru. Í dag er búið að gera þessar byggingar upp og það er allskonar áhugaverð starfsemi í gangi þarna. Allskonar workshop rými, sýningarsalir, kaffihús og margt fleira. Þetta er e-ð sem aðrar borgir ættu að taka sér til fyrirmyndar. Td. Reykjavík og nota gömlu skýlin út á Granda fyrir e-ð svona. Ofboðslega flott hús.

En hvað um það. Okkur í KaosPilots finnst voða gaman að haga okkur eins og við séum í e-u költi...eða erum við það? Hmmm spurning. Við veigrum okkur ekki við að taka energybooztið "Go bananas" til að koma okkur í stuð. Reyndar gerum við það bara í seinni tíð þegar það eru e-ir nýir með okkur. Og eins steikt og þetta atriði er...þá virðast allir kolfalla fyrir því og vilja bara gera þetta aftur og aftur. Hérna kemur þetta með nemendunum í "Sustainable Management" skólanum.



Metið okkar er samt 300 manns. Og var það í Litháen í Október sl. með arkitektunum í Arkitema.

2 ummæli:

Sigrún sagði...

Sjitt hvað ég öfunda þig geðbilaðslega mikið kona !!

Yggla sagði...

ERTU AÐ FOKKING GRÍNAST B A N A N S...

ef mín orka fór á stað...þá fái þið alla af stað!!!

luv ya beibí...takk fyrir bústið!!!