þriðjudagur, febrúar 21, 2006

AlkAtRaz calling








Hér ligg ég uppí rúmi í Alkatrez herberginu á Hostelinu. Heyri mikið lyklaborðapikkhljóð. Eplin uppi í KaosPilot fangelsinu. Einstaka prump eða sog uppí nef. Já þetta eru "ma inmatez" Eins og þið sjáið á myndunum er þetta þröngt og ekkert svo lekkert. Ætla nú ekkert að fegra þetta líf mitt í SF neitt fyrir ykkur. En já hérna búum við núna. Og gerum það besta úr því;)


EN ég er þó með góðar fréttir!! Ég fann auglýsingu áðan um íbúð (eða ekki íbúð heldur svona LOFT, hátt til lofts, og film stúdíó) í ótrúlega skemmtilegu hverfi. Mission. Svona Latino meets Art skilst mér;) En já þótt klukkan væri orðið margt hringdi ég ótrúlega æst og markviss í hann Enrico (sem er kvikmyndagerðarmaður á leiðinni til Thailands í 2 mánuði). Hann hafði nú ekki mikinn áhuga á að tala við mig....þangað til ég sagði töfraorðið. ÍSLAND. Já þá vorum við Enrico sko að dansa. Og ég daðraði hann uppúr skónum og við gerðum date á morgun. Þeas svona "fáðu okkur sem leigendur"deit!

Ég er svo spennt...

ps. það fylgir "maid" og já ég held við megum nota klippigræjurnar hans. Vei! Of gott til að vera satt. Ég sem ætla einmitt að læra að klippa hérna. Ég vona að við fáum þetta!

Engin ummæli: