föstudagur, febrúar 17, 2006

Komin



Yours truly er stödd í uppáhaldsborginni sinni. Og er hún með svefngalsa.
Við lentum í dag kl.13 á staðartíma, en þá var hún um 22 á okkar tíma. Núna 8 tímum seinna sitjum við nokkur hérna alveg stjörf að reyna að halda okkur vakandi svo við getum stillt sólarhringinn rétt eins fljótt og auðið er.
Á þessum 8 tímum er ég búin að fara í bjórsötur í sólinni á Union Square, labba um Market District (þangað fer ég líkalegast ekki mikið meir) alltof dýrt og snobbað. Fór svo í strætó uppí Japan og fólk er svo vinalegt hérna að einn ungur herramaður gaf mér dollara þegar ég var að vesenast við að taka saman klink og stoppaði alla röðina inn. En já í Japan var að sjálfsögðu besti matur í heimi spisaður
Ég og Linn vinkona mín týndumst svo í Pacific Height hverfinu, en það var bara gaman því það er alveg ótrúlega fallegt hverfi með guðdómlegum húsum. Við hlógum og grétum samt til skiptis...hlógum niður brekkur...grétum upp. Orðnar svo þreyttar að götukortið náði að breytast í hvert skipti sem við litum á það, allt á ferðinni bara. En svo hentum við okkur bara uppí svona sígildan sporvagn og hengum á honum þangað til við könnuðumst við okkur.

Æ já þetta er yndisleg borg. Hrúturinn í mér er samt svo óþolinmóður að sjá allt og rata um allt.
Skrýtið að vera allt í einu bara komin. Ekki alveg byrjuð að trúa þvi.

Jæja ég ætla að fara að sofa.

Kveðjur frá SanFrancisco

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Velkomin skvísan mín til útttlanda. Ég gekk í málið og pantaði mér adsl þegar þú fórst, verð orðin tengd eftir helgi..Vei.
Annars vil ég gera athugasemd við síðasta blogg þitt...vantar ekki mynd af eignahlutafélaginu SLEIK?!
Þið eruð allavega komin upp á vegg hjá mér:)
Matta

Nafnlaus sagði...

Jei :) Velkomin til San Fran. En kondu nú heim. Ég sakna þín.
Halla

Nafnlaus sagði...

elsku músa mín!!
þú verður komin með þetta á hreint eftr tvo daga!
ég var að koma frá lundi og er á hóteli í köben að sjá að þú sért komin til sanfran í gegnum parís.
GLÓBAL.IS þessar stelpur!