fimmtudagur, febrúar 23, 2006


Nýjar myndir hérna til hliðar
Alltaf nóg af sögum, ætla að reyna að hafa þetta stutt núna, kannski í svona listaformi. En síðan síðast er ég búin að:
-villast í svertingaGhettó EIN
-vera spurð hvort ég vilji vera hármódel, og verð það næsta mánudag
-svindlað mér inní snobb siglingarklúbb
-labbað meira en allt mitt líf, upp og niður, upp og niður
-borðað rækjur við höfnina, í sólinni.

á meðan ég skrifa þessi orð er e-r gaur (hérna á hostelinu) að reyna svo allsvakalega við mig. Ég heyri hann hugsa um pikköpplínurnar, æfa þær inní sér og svo gubbar hann þeim útúr sér. Greyið. Sú síðasta var..."ég var í Írak að berjast"

Já já gaman að þessu:)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahahahaha!!

Er hann ekkert sætur??
Kaois Pilot eda San F búi ;o)

hafdu thad sem best í S.F og ég held ba áfram ad chatta vid thig á msn og hlakka svo óendalega mikid ad hitta thig svo lox í sumar.

Bæ bella

Matthildur

Dilja sagði...

núna er komin næsti dagur, ég er að borða morgunmat hérna á hostelinu. Gæinn (minn síðan í gær) sem er kani, með derhúfu sem snýr aftur. Og já hann er hérna að borða muffins og kökur MEÐ SMJÖRI, í morgunmat!

hvaðan koma þessar matavenjur, þetta er ógeð!

njótið myndanna sskurnar. Verð að gera fleiri vidjóblog svo

Nafnlaus sagði...

Flott hverning þú virðist njóta lífsins til fullnustu. Flottar myndir ekkert smá gaman að fylgjast með þér héðan af kalda klakanum.

Kaldar kveðjur ;-)

Dilja sagði...

bannað að skrifa ekki undir NAFNI!!!