Klukkan er núna 10.52 á staðartíma í Danmörku. Hins vegar hef ég nú þegar hugleitt kosti og galla þessa nýfædda dags.
Kostur: ég fékk 8 tíma svefn og vaknaði mjúkt og vel útsofin í morgun
Galli: kl. 9 byrjaði danskur fyrirlestur um scandinavískt viðskiptalíf, ég skil ekki neitt og berst við elsku augun mín sem þyngjast ótt og títt
Kostur: ég fann kristals vatnsflöskuna mína aftur áðan eftir viku langan aðskilnað
Galli: Ógeðslegt vatn héra í Danmörku sem ég get ei vanist
Galli: það er ógeðslega kalt hérna í árósum
Kostur: Månsterinn minn lánaði mér bestu dúnúlpu í heiminum, mér er að hlýna
Kostur: mér (okkur í KP) er boðið í risa heima partý á föstudaginn nk. Árlegt.
Galli: veit ekki í hverju ég á að vera.
Kostur: KOLLAN mín (ég kýs að kalla Thjooollaaaaah!) er 27 ára í dag og ég gleðst innilega með henni
Galli: nákvæmlega EKKERT að því...:)
Kostur: 2.vikuna í febrúar er vetrarfrí hjá okkur í KP (vikuna áður en við höldum til SanFran með blóm í hárinu)
Galli: ég veit ekki hvort ég á að fara til Malmö (til Måns) í 60´s partý, Osló (með Martine), sjá Osló og fara uppí fjöll á skíði eða fara heim. Eða vera hér. Valkvíðinn minn er svo myndarlegur stundum. Þessi elska.
Jæja þið verðið að fara varlega þarna heima í snjóstorminum. Klæðið ykkur vel og keyrið hægt og rólega í 1.gír. Farið svo út að gera snjóhús og engla í snjónum.
4 ummæli:
ég vaknaði líka algjörlega útsofin í morgun og eyddi klukkutíma í bílnum frá hafnarf.til rvk í fyrsta gír aaalla leiðina,, eftir það þurfti ég að berjast við mín augnlok eftir að hlusta á leiðinlegan kennara útskýra leyndardóma rekstrarbókhalds.. Mér finnst þú ættir nú bara að koma heim,, fínt að fara á skíði hér. Komin ný lyfta í fjöllin og svoleiðis..
Nú, ef að þú kemur heim í febrúar er hugsanlegt að þú verðir heima þegar krílið lætur sjá sig:)
heheh já herborg, það kemur nú sterkt til greina að fá að máta krílið aðeins og knúsa:)
kocktail stelpu PARTÝ heima hjá mér laugd. 28 jan.(bjalla í tig thegar nær dregur) og Dill Dill tú kemur... Vááá allt of langt sídan ég hitti tig
Kv
Matthildur
Skrifa ummæli