mánudagur, janúar 09, 2006

36 klukkutimar, klukkan er nuna 4.30 um nott

Ég er búin að vera vakandi núna í einnoghálfan sólarhring og get engan veginn sofnað núna. Ligg bara stjörf. En núna ligg ég í rúminu mínu á Vesturgötunni í Árósum. Ég væri að ljúga að þér ef ég myndi segja að ferðin hafi gengið vel. En ég var með 2 góðum ferðafélugum, ef ég hefði ekki haft þau þá hefði ég bara grenjað. Ég veit það.
Fékk mér núðlusúpu þegar ég kom inn áðan og hún var svo sterk að varirnar mínar stækkuðu og mér svíður í allan líkamann.
Já og mér finnst Little trip to heaven flottari með Mugison en Tom Waits. En ég er einmitt að hlusta á Waits núna.
Skólinn byrjar eftir 4,5 tíma. Æ, ég verð þessi rauðsprungnu augun.
Ég ætla að prófa að telja kindur...eða bara dagdreyma.

Janúar er erfiður. Það finnst okkur flestum held ég.

Bæjó

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Snúllan mín. vona að þú sért sofnuð og dreymi vel. Er hér í stuðinu á nv. Sakna þín strax...

P.s Svvvvvoooo sexy-,,,,,,,,,,, Ég elska þig,,,,,,,,,,,,

Matta sagði...

Tölvuræksnið mitt drap á msninu í gær og neitaði að koma mér aftur í samband. Mér finnst ósköp vænt um þig gullið mitt og hlakka til að fylgjast með ferðum þínum um heiminn hér á blogginu.

Nafnlaus sagði...

æ ferðalög eru oftast leiðinleg, sérstaklega ef maður er ekki vel upplagður..
En hey nú er bara spennandi tímar framundan hjá þér skvís! Frisko og svoleiðis:)
Ekki leiðinlegt

maria sagði...

það er samt stórkostlega ríkt að eiga svona marga hversdagsleika vina mín. og þegar danski hversdagsleikinn byrjar aftur - þá verður hann kannski ekki jafngrár og hann hefði getað orðið í íslenskum janúar. kannski bara pínku bleikur, eða grænn.
og ef það er góður dagur er ég viss um að þú getur fundið smá glimmer í honum!

Dilja sagði...

ég er svo sannarlega búin að finna glimmer dagsins í dag, 10 janúar. Kom í skólann og dagurinn byrjaði í smá upphitun; afrískum dönsum og söng. Já ég er komin aftur í skólann hahahhaha!!!
ótrúlega gott að vera komin aftur!:)
spennandi tímar framundan....lo-hot of talking samt!! týpískt KaosPilots hahahahah