þriðjudagur, janúar 03, 2006

2006...

verður mjög eftirminnilegt ár held ég. Sumt er í höndum örlaganna, sumt er í mínum eigin höndum.

Sumarið 99 fór ég til Californiu í 2ja vikna ferðalag. Ég eyddi 4 dögum í SanFransisco og þegar ég gekk í fyrsta skipti inní borgina gerðist eitthvað inní mér. Mér fannst eins og ég væri að koma "heim" og að ég hefði oft verið þarna áður. Borgin veitti mér ótrúlega mikla vellíðan og ég vissi strax að þetta væri e-ð sem ég mætti ekki gleyma. Svona tilfinning er ekki bara e-ð útí loftið. Eftir stúdent skoðaði ég námsmöguleika fyrir mig þarna. Þetta var bæði mjög dýrt og líka of langt frá Íslandi. Ég hugsaði bara að ég myndi þurfa koma þangað aftur og vera í e-n tíma. Upplifa borgina sem íbúi. Eignast mitt uppáhalds kaffihús. Heilsa búðarmanninum á horninu. Vita hvar næsta fatahreinsun er.

Þetta með SanFransisco er löngu orðinn draumur hjá mér. Draumur með stóru D-i:)

þEgar ég sótti um í KaosPilots sá ég að skólinn væri með mikil tengsl við þessa borg. Ég fann strax að það boðaði gott og ætlaði frá upphafi að reyna að tengja þetta saman; þeas draumaskólann og draumaborgina.

Eftir einn mánuð og 8 daga er sá draumur að fara að rætast. Og ég er ótrúlega upptekin af þeirri staðreynd. Draumur að rætast. Mér finnst það magnað.

Og ég mun að sjálfsögðu vera með blóm í hárinu á leiðinni....

2 ummæli:

Maja pæja sagði...

Yndislegt og ekkert annað... yndislegt :)

sunnasweet sagði...

Verður að vera með blóm í hárinu allann tímann :)