ég man þegar ég var í Hollandi veturinn 2003-2004 þá lét ég mér dreyma um hvernig mig langaði að hafa námsárin mín erlendis. Því þar var þetta ekki alveg eins og ég vildi sko. Þar var ég mikið ein, fannst skólinn ekkert spes, fólkið sem ég kynntist var húmorslaust og ignorant á heiminn og besserwisserar, leiðinlegt næturlíf...Já bara e-ð grátt líf mitt. Það vantaði alltaf e-ð uppá allt.
Samt var það ekki fyrr en ég flutti til Árósa og byrjaði í KaosPilots að ég áttaði mig á þessum draumum.
Því þá rættust þeir.
Vei vei vei!!
Eitt í viðbót (ekki eins væmið...bara skemmtilegt)
Heimilið okkar hérna á Vesturgötunni er alltaf að líkjast félagsmiðstöð meir og meir, eða svona youth hostel eins og Peter vinur okkar sagði. Alltaf líf og fjör, fólk að koma og fara. Öllum líður vel hjá okkur.
(já ok alveg frekar væmin ennþá...)
Þetta er ekki væmið, bara staðreynd:
ég er að fara að lita á mér hárið NÚNA. Því ég er komin með rosalega rót og það er ógeðslegt og ekki mönnum bjóðandi!
ok bæjó!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli