mánudagur, janúar 16, 2006

htheodors@hotmail.com

Allt í einu einn daginn fyrir nokkrum árum, kannski 2 árum, þá var þetta tölvupóstfang í símanum mínum. Ég veit ekkert hvernig það kom þangað, man ekki eftir neinum sem heitir Helgi Theodórs, Halldór Theódórs eða Harpa Theódórs... Ég er hrútur og mjög forvitin og enn í dag ligg ég andvaka yfir þessu tölvupóstfangi. Eftir margar andvökunætur (sem fengu mig þó ekki til að senda viðkomandi póst) hef ég ákveðið að þetta sé e-r strákur sem ég hef húkkað upp á laugaveginum og fengið hann til að skutla mér og jafnvel fleirum heim eftir galeiðuheimsókn. En svo þegar heim er komið hef ég ekki verið með kontant pening á mér og lofað að hafa samband við hann í gegnum email.

Ef það er e-r þarna úti sem veit hver þetta er þá mátt þú leggja inn skilaboð í kommentakerfið mitt.

Annað: sú helgi sem nú er nýliðin var ótrúlega skemmtileg helgi. Og eftirminnileg líka.
Sara Bjarney BS stúdent í læknisfræði kom hingað í heimsókn. Við nutum þess í botn. Fórum út að borða og átum 3 gerðir af grískum kjötréttum enda hryllilega graðar í rassgatinu. Svo héldum við í arkitektapartý til Sillu, eftir það fórum við svo með sætustu strákunum úr partýinu (þó ekki Pedró) á reggí tónleika á Súkkulaðiverksmiðjunni. Eldhúsið á Vesturgötunni heillaði þó meir þegar líða tók á nóttina og þar sátum við með stolið snikkers, þýskan ódýran bjór og tarot spil til að verða 6 um morguninn.

Sunnudagur: 12 sex and the city þættir, pizza hut og heimkoma konunnar minnar hennar Kamillu voru hápunktar þess dags.

Já og föstudagskvöldið var líka fínt:)

bæjó

Engin ummæli: