og sjúgðíþig kosmíska krafta!!!
Föstudagskvöld, risa stór íbúð, full af KaosPilotum og áhangendum þeirra. Plötusnúður í einu horni, bar í hinu. Bjór á tíkall. Eitt klósett, æskuvinir í röðinni. Fólk allstaðar. Já þetta var mitt föstudagskvöld síðasta. Guðni vinur minn var í coma á gamlárskvöld. ALvöru kóma, á sjúkrahúsi í London. Við sáum ekki annað í stöðunni en að halda gamlárs fyrir hann á föstudaginn. Rétt fyrir 12 var talið niður og svo faðmast, skálað í alvöru kampavíni. Aðsjálfsögðu. Hérna í Danmörku tíðkast sá siður að hoppa niður af stól inní nýtt ár. Við hoppuðum niður tröppur og óskuðum okkur. Ég vona að mín ósk rætist. Kannski...
Ég tók um 60 myndir, set útvaldar inn sem fyrst. Á svona 48 af þeim er ég sjálf. Já kannski enda ég á google e-n tíma. En það var nú ekki óskin mín.
Spilaði Popppunkt í fyrsta skipti á laugardagskvöldið. Það er skemmtilegt spil og sérstaklega í góðum hópi. Fór ekki útúr húsi á sunnudag, eða gærdag. Við stöllurnar á Vesturgötunni þrifum allt hátt og lágt og gerðum lúxus brunch og svo var bakað. Mmmm. Fínn dagur til að eyða inni. Kuldinn verður bara æ meiri með hverjum deginum hérna.
Skv. mbl grein í dag er dagurinn í dag, 23.jan, ömurlegasti dagur árssins. Já þá vitum við það...
Bæjó
4 ummæli:
Ég hef alltaf haldið að það væri Föstudagurinn langi...
nei skv þessum vísindamanni er það alltaf mánudagurinn sem er næst 24 janúar.
Föstudagurinn langi er þó bjartari og maður er í fríi og svona dúllerí. Hann er yfirleitt góður dagur hjá mér.
já alveg sammála þetta var ágætisdagur:)
heba: já ég redda myndunum inn sem fyrst, þær eru bara í annari tölvu núna, mín er full:(
mér þykir vænt um þig...
þú ert spes og það er gott!!!
Skrifa ummæli