miðvikudagur, janúar 11, 2006

Eg bara varð....

Þvílíkur æsingur í íslensku þjóðinni í dag. Eðlilega. Karlmaður féll fyrir eigin hendi eftir að risastór mynd af honum og ljótur texti birtist um hann á forsíðu DV í gær. Auðvitað er þetta ósmekklegt, sérstaklega í ljósi þess að hann er ekki dæmdur sekur né það kemur varla málinu við hvort hann sé einhentur eða ekki. Enn og aftur ganga þeir of langt í ósmekklegheitum að mínu mati. Það má endurskoða vinnuaðferðir hjá DV, ég skrifaði undir þá áskorun í dag.

EN!

Mér finnst hins vegar hið allra besta mál að DV láti vita að það sé verið að rannsaka kynferðisafrot gagnvart drengjum á Íslandi. Slíkum málefnum er yfirleitt troðið undir kodda og útí horn. Þannig meðferð hefur umræðan um kynferðisofbeldi almennt fengið í gegnum tíðina. Síðan "forsíðustefna" DV hófst fyrir 2-3 árum hafa mál um kynferðisabrot fengið miklu meiri athygli. Og ég er mjög ángæð með það. Íslendingar eiga að fá að vita hversu algengur glæpur þetta er, þeir eiga að fá að vita að vinir og kunningjar eru að nauðga vinkonum sínum og um afa og frændur sem eru að snerta yngri fjölskyldumeðlimi á óeðlilegan hátt. Þetta er ógeðslegur glæpur og það á ekki að loka á þetta og láta eins og ekkert sé!

Í dag eru allir í Hafnarfirði að deyja úr samviskubiti yfir því að hafa aldrei gert neitt, aldrei sagt neitt, eða bara hjálpað á sínum tíma. Öllum finnst pabbi Thelmu og systra hennar ógeðslegur sem og vinir hans og viðskiptavinir.
En hvað ef einhenti kennarinn var alveg eins og pabbi hennar Thelmu? Þarf þá ekki að vekja athygli á því strax, en ekki eftir 20 ár? Ég tek ofan fyrir þessum ungu piltum sem þora að ganga fram og viðurkenna það að þeir hafi verið misnotaðir. Það er ekki algengt að heyra af slíku. Ég vona að þessi múgæsingur og heita umræða í dag eigi ekki þátt í því að láta fórnarlömb hætta við að tilkynna og kæra ef til þess kemur.

Já ég segi múgæsingur því allir hafa tönglast á "saklaus uns sekt hans er sönnuð" í allan dag, oj oj ritstjórn DV...osvfr. Sem er alveg rétt (ég er búin að taka fram að mér þykir óþarfi að birta mynd og fíflalegan texta).
Bíddu já svo er sektin sönnuð og hvað fá kynferðisafbrotamenn í dóm??? Æ stundum finnst mér mannmorðsdómur í DV á dæmdum mönnum bara vega upp á móti lélegs ramma dómkerfis okkar. Mér finnst kerfið gera lítið úr öllum þessum fórnarlömbum sem eiga við sárt að binda. Mér finnst ekki bara... Ég veit það.

Takk fyrir

11 ummæli:

sunnasweet sagði...

Váá þetta er eins og mælt úr mínum eigin munni...þarf ekki að seja neitt við neinn um mína afstöðu aftur...vísa bara í bloggið þitt ;)

Nafnlaus sagði...

blaðið kom út eftir að hann var látin......hann hafði ekki hugmynd um að það myndi koma forsíða af honum....og hann sjálfur fékk að segja sína skoðun á þessu máli....og í greinin kemur fram að þetta sé miskilningur sem hann segir sjálfur.....það eru allir brjálaðir núna en það er engin að hugsa um fórnalömbin sem segjast hafa lennt í manninum (2 búnir að kæra ) einn á leiðinni....það er búið að eyðileggja líf þessara manna........og fréttamenn kvarta yfir hvernig blaðamennska þetta er þegar þeir kunna ekki einu sinni sjálfir að segja almennilega frá fréttum.......og taka mjög svo hlutræga afstöðu með framvindu mála.......ég er ekki altaf sammála dv en núna er ég það.......en mér finnst þetta frábær blogg hjá þér :) take care knús mús.....

Kamilla sagði...

Heyr, heyr!!

Ég hef einmitt verið að hugsa þetta. Mér finnst líka svo glaðtaður double standard í gangi hjá fólki. DV þrífst vegna eftirspurnar. Það er fólkið þarna úti sem kaupir þetta vegna fréttana, myndbirtinganna og nafnanna.

Í allri þessari umræðu gleymast síðan fórnarlömbin. Það er þeirra líf sem er í rúst þrátt fyrir að vera lifandi.

Ég horfði síðan á viðtal Jóhönnu í Kastljósi við Mikael Torfason. Þá varð mér hugsað um fréttamennsku og hlutlægni, hvort það væri bara mýta. Jóhanna var svo æst og maður fann bara hvað hún hefur mikinn viðbjóð á Mikael. Ekki mjög fagmannlegt.

Dilja sagði...

ógeðslega fyndið þegar Jóhanna í Kastljósinu mæðir svona: "EN JÓHANNEEEEEES....." "EN MIKAEEEEEEL...."
og svo er hún svo óhlutdræg að það verður næstum því töff hahahah!!! svona þegar mér hentar allavega til að gera grín að henni

Nafnlaus sagði...

Nú er ég þér ekki sammála Diljá. Forsíðufrétt DV hefði ekki þurft að leiða til dauða en þetta var mannorðsmorð án dóms og laga. Hér í kommentum talar fólk um manninn sem dæmdan sakamann og það er ekki rétt, málið er á frumstigi. Og jú... maðurinn sá blaðið áður en hann svipti sig lífi. Hann vissi af rannsókninni en svipti sig lífi eftir að hann sá hvernig farið var með málið í DV, ekki eftir að lögreglan heimsótti hann. Umfjöllun DV er engum í hag; ekki fórnarlömbunum sem komu fram í dag og hörmuðu að DV hefði tekið málið upp á þennan hátt. Munið að nú mun sannleikurinn aldrei koma fram. Ekki kemur þetta meintum glæpamanni sér vel lífs eða liðnum. Ekki fjölskyldunni sem harmar dauða ættingja í skugga þessarar umfjöllunar. Umfjöllun um kynferðisafbrot er viðkvæmt efni og ég vona að menn hafi önnur prinsipp að leiðarljósi en að selja þegar fjallað er um efni af þessu tagi. Þetta þjónar engum, engum engum! Farið varlega í að leggja blessun yfir "fréttaflutning" DV. Málið tengist mér fjölskylduböndum og það gerir mig dapra að lesa hvað ykkur finnst um þetta mál.

Dilja sagði...

harpa, nú var ég ekki að tala bara um þetta einstaka mál hér í bloggi mínu. Ég held að þú sért alveg sammála mér í því að slík afbrof eiga og meiga fá meira athygli í íslensku samfélagi. Og það var minn útgangspunktur. Það er vonandi augljóst. Ég sagði aldrei að einn eða neinn ætti að vera myndaður né nafnaður á þessu stigi máls.

Umfjöllun DV ,eða öðrum fjölmiðlum, á slíkum afbrotum er jú víst fórnarlömbum í hag! Þannig erum við. Ef við vitum að við erum ekki ein í heiminum þá erum við líklegri til að stíga fram og segja okkar sannleika.

Ég vil ítreka mína blessun á fréttafluttning DV (kannski ekki þeirri mynd og er núna) um það að það eru vandamál í samfélaginu sem að hafa verið lokuð á svo árum skiptir en skipta mjög miklu máli. Við megum ekki loka á þau. Sama hvað!

Veistu hverstu margar nauðganir, hversu mörg sifjaspell, hversu mörg ógeðsleg atferli eiga sér stað á hverjum sólarhring???

Nei, það vitum við ekki. En með opinni umræðu og aukinni fræðslu munum við vonandi minnka þessi tilfelli.

Þetta er mín blessun. Fækkum svona tilfelli!

Dilja sagði...

ég vil líka votta þér samúð mína harpa mín. Vil ekki og mun alderi vilja þeir neitt nema gott í lífinu.

Nafnlaus sagði...

Ég er þér sammála að það eigi að fjalla um kynferðisafbrot. Ég get ekki verið sammála um að DV sé að gera gott. Sennilega erum við líka sammála um að dómskerfið er alls ekki að standa sig í þessum málum. Ég tel að það er það sem þurfi að breytast og tek þar undir með Thelmu Ásdísardóttur sem kom fram í Íslandi í dag áðan.

Hér á Íslandi í dag hefur verið talað við meint fórnarlömb í þessu máli sem nú eru orðin fórnarlömb DV sem lætur þá ekki í friði. Þeir munu ekki eiga svefnsamar nætur framundan vegna þeirrar stöðu sem komin er í málið eftir málflutning DV.

Það hefur verið talað við forstöðumann Stígamóta og vitnað í skjólstæðinga þeirra sem segja blaðamennsku DV ekki hjálpa fólki í þeirra stöðu, síður en svo hafi slík blaðamennska valdið þeim og fjölskyldum þeirra sársauka. Thelma Ásdísardóttir hefur fordæmt DV og stefnu þeirra.

Við erum öll sammála um alvarleika glæpa á borð við þá sem frændi minn er í DV dæmdur fyrir (já, þetta er dómur!). Hins vegar verður slík umræða að fara varkárnislega fram. Með því að segja frá nafni glæpamanns (sem við vitum ekki hvort maðurinn er í þessu tilfelli)er verið að brjóta alvarlega á honum mannréttindi. Það er ekki blaðamanna að kveða upp dóma. Það er ekki þeirra hlutverk. Þetta eru aldrei einföld mál. Menn geta átt ýmislegt sökótt við aðra menn og alls ekki öruggt að hlið meintra fórnarlamba sé hreinn og tær sannleikur. Við getum ekki vitað það og DV ekki heldur!

Um leið og sagt er frá meintum brotamanni líka verið að segja hver hugsanleg fórnarlömb eru og þau eiga rétt á að velja hvaða leið þau vilja fara með málin ef brotið hefur verið gegn þeim.

Ég vil áfram búa í réttarríki en ég vil þó að rétturinn standi sig betur gagnvart fórnarlömbum. Mér finnst ekki að við, almennir borgarar, eigum að kveða upp dóm út frá oft vafasamri umfjöllun fjölmiðla.

Afsakaðu Diljá að ég skrifi svona mikið. Mér er heitt í hamsi, mér finnst þetta skipta máli! Mér þykir líka alltaf mjög vænt um þig þó við séum ekki sammála í þessu máli.

Dilja sagði...

Ég trúi því vel að þér sé heitt í hamsi. Annað væri óeðlilegt held ég. En mér finnst þú samt ekki mega horfa mig sem talskonu DV. Talskonu sem er að verja þá.

Ég hef ekki séð Ísland í dag, ég hef ekki sest niður með Thelmu Ásdísardóttur né öðrum sem þú nefdir áðan. Þetta eru þeirra orð...þetta eru mín hér að ofan.

Og þetta er mitt mat. Mér finnst gott að það hafi aukist umfjöllun um slík afbrot sl ár í kjölfar "sannleiksherferð" DV. Punktur.

Mér finnst ekki að DV eigi að setja sig í dómarasæti og leyfa sér að úthrópa ákv manneskjur sem glæpamenn. EN mér finnst hið besta mál að það sé verið að vekja athygli á því að svona sé í gangi í okkar samfélagi. Það er hægt að gera það með ýmsum hætti, og ég vil frekar að það sé gert heldur en ekki.

Forstöðukona Stígamóta getur líka alveg sagt okkur hvað það eru mörg prósent sem tilkynna kynferðisofbeldi sem eiga við engin rök að styðjast. Það eru ekki mörg prósent...ekki nema 1,2 til að vera nákvæm.

Það er hægt að líta á þetta og þessi mál frá mörgum hliðum og hornum. Ekkert mál að velja sér sín rök, sína hlið osfr.

Ég vel að standa með fórnarlömbum kynferðisofbeldis.

Nafnlaus sagði...

Kolla, ég sagði mannorðsmorð því ég tel að forsíðufrétt af þessu tagi geri mannorð manns að engu. Ég sagði líka að umfjöllun DV væri dómur yfir manni. Ég nefndi engin nöfn ritstjóra, blaðamanna eða annarra ábyrgðaraðila.

Ég talaði um að menn þurfi að vera varkárir í umfjöllun um svona mál. Ég stend við það og vona að það særi ekki nokkurn mann.

Yggla sagði...

elsku harpa mín!!!

ég votta þér samúð mína.

ég vona af öllu hjarta að samfélagið í heild sinni hafi lært sína lexíu af liðnum atburðum. það er blóðugt að það skuli þurfa mannslát til að samfélagið bregðist við á einn eða annan máta.

ég þekki marga sem voru málkunnugir hinum látna og allir hafa þeir borið honum vel söguna. hef aldrei heyrt neitt nema gott um þennan mann. ég kem að vestan þar sem maðurinn var vel kynntur og litið var upp til hans vegna starfa hans.

varð eiginlega að koma þessu frá mér þar sem mér hefur fundist vanta í umfjöllunin um hin látna að hann átti einnig fjölskyldu sem nú á um sárt að binda.