byrjaði ég í skólanum aftur eftir gott sumarfrí. Mætti í morgun rétt á slaginu 9, mygluð og ósofin eftir maraþon ferðalag og skemmtilegt næturspjall þegar heim var komið. Var með smá sting í maganum þegar ég gekk í rigningunni leiðina mína í skólann í morgunn. Allt í einu vissi ég ekki hverju ég ætti von á (maður veit reyndar aldrei hverju maður á von á í þessum skóla) en svo þegar ég gekk inn biðu 35 hressandi faðmlög og allir voða glaðir. Fékk svo að vita líka að við erum að fara öll saman til Litháen eftir 3 vikur. Veih!
Núna er ég semsagt byrjuð á mínu öðru ári í þessu blessaða flugnámi mínu hérna í árósum. Kamilla kom í kvöld ásamt fríðu föruneyti og við vorum með dinner. Guðni kærastinn minn eldaði á meðan við Kamilla komum öllum 3 tonnunum hennar fyrir í yndislega herberginu okkar.
En núna er ég eiginlega sofnuð
Góða nótt
Bæjó
4 ummæli:
gott að heyra að þú ert komin "heim":) Vona að þú sért komin upp í rúm með heitan kakóbolla, kertaljós og FLANNEL-náttfötin þín eftir alla rigninguna í dag.....:)
Takk fyrir að hafa deilt með mér ENDALAUST fyndnum mómentum sem er ekki hægt að útskýra neitt betur:)
þín alltaf ég
FLANNEL náttfötin er að ég best veit á svefniherbergisgólfinu hjá þér.... mér hefur sjaldan liðið jafn kynþokkafullri hahahhahahahhaha
já flashbakks eru fín:) fyndin móment enn betri...
your boobielissjúss
dilly
hæ frænka, ertu byrjuð að blogga?
kolbrún frænka
er þetta Kolbrún Ýrr? já þetta er ég Diljá:) gaman að hitta þig um daginn í kringlunni, bið að heilsa öllum!
Fitubolla: já set þig aftur inn á listann minn, standa sig sooohh!!!:)
Skrifa ummæli