miðvikudagur, ágúst 03, 2005

EIN MEÐ ÖLLU

Ég er ein með öllu og fór á eina með öllu á Akureyri sl. helgi. Fékk mér eina með öllu nema hráum á einni með öllu.
Það virðist vera mikið í tízku núna að finnast glatað að fara í útilegu um Verslunarmannahelgina og smart að vera bara í arty stemmningu í Reykjavík. Þar sem ég er svo ímyndartýnd að þá fannst mér það líka um daginn. En sló nú samt til að hendast norður frá fös til sun. Sé sko ekki eftir því...

Við Harpa vorum mestmegnis einar...en með öllum. Eignuðumst nýja vini á aldrinum 5 -55 ára. Áfengi gefur manni þann kraft að þora að segja svona nýjum vinum frá öllu, syngja með þeim biblíusöngva og fara með þeim á rúntinn á milli Sjallans og Oddvitans. Svona eykur nánd á milli nýrra vina.
Á daginn vorum við svo í dekri hjá fjölskyldu Hörpu á tjaldstæðinu í Kjarnaskógi. Í staðinn fengu þau allt okkar slúður beint í æð. Slúðrið var svo hrærandi að tárin bara láku og músik í stíl við tárin.

Ég veit að þetta er svona undir rós blogg....Maður má bara ekki alltaf vera name-droppandi. Þótt það liggi auðvitað (eins og alltaf) svo beint við....

Dýrka að vera ég!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þú ert líka æði, pæði, gæði........það er geðveikt kúl að vera þú ;)...takk fyrir síðast .....knús og kossar ............

Dilja sagði...

takk krúsimúsin mín, er svo ánægð með þig!! takk sömuleiðis
má ég koma á föskv í klipp og kannski getum við spilað?
koss og knús, knus og kram

Nafnlaus sagði...

jöss koddu í kveld np....;) eldum eikkað gott og sona ,hygge hygge ;)