miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Og nu fer þetta að verða buið aftur...

Í dag byrjar formlega síðasta vikan mín í sumarfríinu 2005. Í dag er líka fyrsti dagurinn af framtíðinni svona ef maður vill vera djúpur. Skrýtið að búa svona í tveimur heimum. Ég er heppin, ég þekki svo marga skemmtilega og marga ögrandi. En stundum er smá tætandi að geta ekki verið á tveimur stöðum í einu.
Einn dagur í einu, einn dagur í einu....


1.september ætla ég að byrja að nota bók sem Kolla gaf mér þegar ég var svo dullleg að klára 1.árið mitt í KaosPilot. Þessi bók ber nafnið "This book will change your life". Á hverjum degi á maður að gera verkefni uppúr bókinni...og eru þau flest að því tagi að maður hefur aldrei gert neitt slíkt áður. Sem er gaman. Það er gaman að gera e-ð nýtt á hverjum degi. Milla ertu með?


Það ringdi svo mikið aðfaranótt sunnnudagsins sl. og ég var e-ð að álpast úti heillengi í henni (rigningunni) og blotnaði í fæturna. Þetta er þá rétt!! Ég varð veik á sunnudagskvöldið fyrir vikið. Amma sko! Hún hefur alltaf rétt fyrir sér. Ætli garnirnar flækist ef maður rúllar niður brekku? Festist ljóta grettan á andlitinu ef ég held henni nógu lengi? tjékkit!
En já, ég er ennþá veik. Fyrst kom bólga í hálsinn og þegar hún fór mætti horið á staðinn. Búin að sjá 2 seríur af SexAndTheCity á 1,5 sólarhring.

Jæja þetta er bara komið nóg núna. Þið sem hafið kvartað yfir bloggleysi..vona að þetta sé fínt:)

ég og fiðrildin sem mættu óvænt í mallann minn biðjum að heilsa öllum...

2 ummæli:

Kamilla sagði...

Sokkalega er ég með Dilla! Sé þig í næstu viku. Víííííí!

Maja pæja sagði...

úff hvað ég hlakka til að hitta þig í Berlín :-) látum verða af því girl!!!