mánudagur, ágúst 08, 2005

AAgggaaahhh have i got news for you!!!

Ég hef lengi vel sagt að mér finnist disco slagarar ömurleg tónlist og því er ég í félaginu "Eyðum Discó"(ég og Harpa, tek við skráningum í diljaa@kaospilot.dk). Okkur gengur samt ekkert sérstaklega vel því ennþá heyri ég lögin "it´s raining men og i will survive" allavega svona einu sinni í viku eða oftar. Þessum lögum hafa verið svo tröllnauðgað árum saman að ef að þau hefðu persónuleika vildu þau helst deyja. Þess vegna finnst mér rétt að athuga stöðu líknardráps á tónlist. Byrjum á þessum lögum og höldum svo áfram.

En það ringdi homm homm og less less um helgina, mikið voru þau stolt af sér. Mikið var ég stolt að eiga homma og lessu vini. Þau eru svo litrík og hress e-ð. Gay-Pride er frábær hátíð og því fannst mér og mínum tilvalið að lyfta sér aðeins upp. Stúlkan fór með slöngulokka og glimmer í troðið houseparty hjá 2 hommum sem hún kann ákaflega vel við. Svo var farið og tjékkað á stað sem ég hef aldrei komið inná áður, stofan sú er kennir sig við Öl. Mjög gaman, stigin komu í hrönnum og fleiri sem gerðu sig tilbúna til að verða stig með misgóðum aðferðum. Kúkar.

Svo var eftirpartý, mikið er langt síðan að ég fór í eftirpartý. Gaman þegar fólk nær vel saman og segir skemmtilegar sögur...


"...með skinku á kynninni ryksýg ég og syng einu línuna í laginu sem ég held mikið uppá, fer svo og fæ mér rándýra nautasteik með expressó"....var meðal annars umræðuefni kl. 8 á sunnudagsmorgninum 07.ágúst.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hringja í Hebu A.S.A.P!