þriðjudagur, ágúst 30, 2005

SeptemberSjálfsálitið

Hver kannast ekki við tilfinninguna sem maður fær í upphafi skólaárs? Já svona þegar metnaðurinn er hærra en í hámarki og plönin um að læra heima alla daga eftir skóla, skrifa allt hjá sér og lesa meira en ætlast er til...
Undirrituð er nákvæmlega á þessum stað núna. Ég trúi því af öllu hjarta að ég ætli að vera svona í allan vetur. Svona eins og þegar maður er búin að taka allt í gegn heima hjá sér og ætlar ekki að leyfa neinum viðbjóði að komast á legg...bara svona halda þessu jafn og þétt við.

Metnaðurinn minn nær nú samt greinilega ekki mikið lengra en það að ég sit hér að skrifa þessar blessuðu línur inná þetta blogg...frekar en að vera að lesa. Er ekki í lagi með mig? Bókin (já og dansk-íslensk orðabókin) liggur hérna við hliðina á mér og ég fékk þessa gífurlegu þörf til að blogga. Hvað svo?
Kannski reykja eina sígarettu? Setja í vél?

hvar er aginn?? halló

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

nákvæmlega! Ohh hvað ég hlakka til að fara að blekkja sjálfan mig svona....er náttla að fara að byrja í skólaleik í næstu viku eftir 5 ára hlé! Og ég ELSKA þessa tilfinningu! Maður getur e-hveginn bara allt!
lovjú
Skagatjéllingin

Nafnlaus sagði...

váá hvað ég kannast við þessa tilfinningu! og vá hvað ég er fegin að vera ekki ein í letihrúguklúbb. Stærðfræðibókin mín, sem ég by the way skil hvorki upp né niður í, liggur hér opin við hliðina á mér... og ég fer örugglega í það að kíkja á hana þegar hugmyndir um vefsíður til að kíkja á og tegundir í ískápnum til að kanna eru uppurnar...