mánudagur, júlí 25, 2005

Frægt fólk

Ég má til með að segja ykkur að þetta sumar er búið að vera mjög gott hvað varðar status á samskiptum mínum við frægt fólk. Ég tala allavega e-n frægan á hverjum degi og alltaf bætist við símanúmerin í GSM símanum mínum. Frægt fólk er einfaldlega bara miklu áhugaverðara en almúgurinn (kúkur). Um daginn sat ég á ölstofunni við stórt borð og það sat eiginlega bara þjóðþekkt fólk við þetta borð. Ég get ekki líst tilfinningunni en mér fannst ég svona meira töff að vera þarna hjá þeim. Var að vona að sem flestir kunningjar (frægir og ófrægir) myndu sjá mig.

Ég veit samt ekki hvernig þetta endar því ég á alveg ógeðslega marga vini og margir hverjir í þeim hópi sem ekki eru neitt frægir. Því fleira frægt fólk í vinahópnum mínum því minna langar mig að þekkja almúgakrakkana. Þegar ég er með þeim er ég alltaf að hugsa: "bíddu hefur þú verið í blaðinu, eða á sviði eða sungið inná plötu"????
Fræga fólkið hefur alltaf e-ð skemmtilegt að segja, oft einmitt sögur af örðru frægu fólki eða bara af sjálfu sér. Elska góðar namedropp sögur, gæti lifað á þeim!

Sérstaklega þegar ég segi þær....

bæjó

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Oh beibí....þú ert bara komin í Almost Famous fílíngin! Alveg kúl í gegn ;o)

Kv Elín

Nafnlaus sagði...

Ég skil mjöhög vel hvernig þér líður.
Halla

Dilja sagði...

já takk stelpur, þið eruð ekki sem verstar.
diljá

Nafnlaus sagði...

Þegar ég var 10 ára sást ég bregða fyrir á mynd í Mogganum, hélt á fána og veifaði honum ákaft þegar Noregskonungur heimsótti Reykholt...ógisslega fræg!
Matta

Nafnlaus sagði...

Ég hef leikið í einu leikriti, komið við Bernal,hitt Haddaway, tekið í spaðann á páfanum heitnum og átt frægarn kærasta,verið á myndi í face sem var ca 5x5 á stærð.Nenniru að drekka bjor með mér þá? Ég á "fræga" vini,td. rokklinga og finnst mér því skrítið að þú talir um þau "fræga" fólkið like your just not one of them baby? Ertu með snert af has-bin poppstjörnu komplex nokkuð? Það væri ekki gott. Þið voruð ædol. Ég sat á grjónapúða og hlustaði á ykkur Drözzí- 2 b vinkonur mínar.Hmmm la vie?estranjo. Catmaster

Dilja sagði...

OMG you said it catmaster! ég var fræg og lifi á þessu. its læk jú nó mæ pikköpp læn!
takk fyrir þetta fallega innlegg og jú þú ert kona í bjór og sund með mér anítæm sko. Ég held að myndin í FACE geri gæfumuninn því elsku FACE -RIP- var upphálds mitt!

kolla frægasta lespía íslands: hvað segja Palli og Steina og þau öll old buddy ol pal gott??

Matta: þú verður fræg eftir auglýsinguna sem ég mun nota þig í elskan...svona er ég góð við vini mína, geri þau fræg ef ég fíla þau...eða bara vorkenni hmmm...;)

huxy sagði...

einu sinni var ég líka pródjektið þitt. verður það kannski svona risastórt lokaverkefni sem skýtur mér rosahátt á stjörnuhimininn?

Maja pæja sagði...

Úff hvað þetta skýrir ýmislegt ;-)