Á svona degi eins og í dag geng ég um með lagið "vorið er komið og grundirnar gróa" en það er nú einmitt lagið sem rúllaði mér inn Rokklingana á sínum tíma. Ég tók alveg Hallbjargartaktana og allt.
Ég var miklu meiri töffari þegar ég var 11 ára. Hékk með aðalhjólabrettastrákunum í bænum, sjálf var ég á bleikum oldschool hjólaskautum. Rúllaði oftar en einu sinni niður Bankastrætið án þess að líta til hliðar þegar ég flaug yfir Lækjargötuna. Greinilegt að það er fyrirfram ákveðið hvenær maður deyr, því það munaði oft svo litlu þarna á Lækjargötunni.
Þetta sumar keypti ég mér líka appelsínugult MuddyFox fjallahjól. Gæinn sem átti hjólabúðina Örninn lét mig fá það í byrjun sumars, hann fékk að drekka frítt hjá mömmu á 22 (sem stofnaði einmitt 22 fyrir þá sem ekki vita) og ég borgaði mömmu vikulega pening sem ég fékk fyrir að passa. Góður díll!
Núna tæpum 15 árum seinna er ég hérna í Árósum, skrópaði í skólanum í dag (sem er nú töff) Búin að eyða miklum tíma í að hugsa hvernig mögulega ég get bætt nokkrum klukkutímum við sólarhringinn. Ég sé ekki fram á að komast yfir allt sem mig langar til að gera næstu vikur. Sit með stapla af góðum skólabókum, já góðum og áhugaverðum skólabókum!, fyirir framan mig, jógastundaskráin er merkt í favorits í tölvunni minni, sem og nýjar uppskriftir af nýjalífs-matarræðinu. En hinn hrúgast mail og símtöl um matarboð hér og þar, stúdígrúppa (sem er nauðsynlegt fyrir mig því ég skil ekki allt í skólos) djamm báða dagana næstu margar helgar, gestir eru að koma og fara og áður en ég veit af er ég sest uppí FOKKER 735 hjá Icelandair þann 17.mars.
Er e-r möguleiki á að bæta tímum við sólarhringinn??? Þar sem ég er nú að læra fruuuuumkvöðlasemi ætla ég að skoða þetta nánar. En núna fyrst...klippa táneglurnar og svo útí sólina!
5 ummæli:
thú ert í danmörku, ég er í hollandi
sól hjá thér, grátt hjá mér
mörg partí hjá thér, ekkert hjá mér
skemmtilegar skólabaekur hjá thér, leidindaverkefni hjá thér ... ég gaeti haldid áfram, en aetla ekki ad gera thad
ragnheiður hjá þér ekki hjá mér:) hehhe
kærasti hjá þér ekki hjá mér:) heheh
þetta er bara spurning um hvernig maður lítur á hlutina. en hollandið er ekki bezt í heimi... ízland bezt í heimi!
Ísland er best í heimi, vindurinn úti er allavega öskrandi það á mig
-ö
Það er bara að hætta að sofa. Maður gerir nóg af því þegar maður er dauður. ;)
það er ekki hægt að sofa þegar maður er dauður
-ö
Skrifa ummæli