Þótt þú gleymir Guði, þá geymir Guð ekki þér...
söng Megas fyrir mig um helgina. Það er eiginlega ekki fyrr en núna sem ég er virkilega byrjuð að meta hann Megas (eða Kindaprump eins og hann var kallaður á mínum bestu). Um helgina hef ég búið að samtals fjórum stöðum og hef haft það svo gott að ég er að hugsa um að gera þetta að lífstíl mínum, þeas. gerast flóttamaður, njáaaahh eða þeas vegbúi. Einning hefur helginni verið eytt mestmegnis lárétt. Misskiljið mig ekki: Ég er ekki að apa eftir John og Yoko. Nekt né karlmaður hafa ekki verið ríkjandi í mínu lífi lengi lengi (jú nekt einu sinni á dag þegar ég tek sturtuna)
Já ok. Ég var alkahóllaus þessa flóttamanns helgi mína og sökk mér í heim vidjós og fitandi fæðis. Og báða dagana fór ég á fætur rétt fyrir 18. í gær fékk flóttamaðurinn dýrindis nautasteik og hvítlauksbakaðar kartöflur með bernaise hjá Sillu og Guðnýu(en ég bjó þar í gær og í dag. Í dag var það kínverskt buffeij. Í kvöld átti ég heima hjá Hröbbu og Viktor (en hún var einmitt bæði í sjónvarpi og dagblaði um helgina. Og hann þekkir alla í Skítamóral og söng lagið "Þegar ykkur langar" sem var vinsælt árið ´98) já og hér var spilakvöld. Ég vann alltaf næstum því en svo kom handboltakonan knáa og rú-hústaði mér.
Ég mæli með afslöppun. Ég mæli með namedroppi.
Á morgun kl. 13 á staðartíma verður Yousseff Nasir hent út af Vesturgötu 6A með valdi (ef þess þarf) Svo verður skipt um skrá á öllum hurðum. Svo má þessu ævintýri alveg fara að ljúka svo ég geti hafið "nýja lífið" (í 56.skipti)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli