mánudagur, febrúar 07, 2005

Þegar maður hefur frá OF miklu að segja eru meiri líkur á því að maður (eða kona fyrir feminismann) fresti því að blogga.
Síðastliðnu dagar eru einfaldlega of innihaldsríkir að ég veit ekki hvar ég á að byrja eða hvernig ég á að koma þessu frá mér. Á ég að taka listann á þetta? já já....

Síðastliðnu dagar innihalda:
-titrandi varir mínar vegna munnræpu á café druidenfoss...ég og matta að hittast eftir la-hangan aðskilnað!
-team 11 stelpumatarboð, rautt og hvítt á boðstólnum og lot of confessions! og auðvitað klívitz myndataka!
-mig á brjóstarhaldaranum með "the future of scandinavia" krotað á kroppinn,kubalíbre í annari hönd, á brimbretti að surfa í sandinum í skólanum (daginn fyrir strandarpartýið)
-mig vaknandi í skólastofunni á föstudagsmorgun við það að sænskur prófessor gekk inn til að byrja heimspeki fyrirlestur
-mig gangandi rösklega út úr kennslustofunni....með reality check!!
-mig í náttfötum kl.18 á föstudegi að jafna mig eftir fimmtudagsdjammið, komin með bjór í aðra og saltsöng í hina
-mig og möttu með bjór að skrá okkur á einkamál
-strandarpartý innandyra í skólanum, fljótandi kokteilar og flestir berfættir og ALLIR léttklæddir og smart...og 17 tonn af sandi
-mig að vakna á laugardaginn með hausverk og gubbutilfinningu....á leiðinni á Þorrablót í Köben! nú var að duga eða drepast..
-lestarferð til Petru og fjölsk. í Köben
-knús með Petru
-Þorrablót íslendinga....sem er geðveiki en gaman að syngja íslensk lög.
-mig og Petru að hakka í okkur afganga á afgangsborðinu. mmmm harðfiskur með rófustöppu....frábær blanda!
-slagsmál a la Njálsbúð og ballið búið!

Já og hér er ég á fyrirlestri um Creative Business Design. Best að fara að fylgjast með...

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

17 tonn? ...ansi gott!

Dilja sagði...

þó nokkuð meira, þó nokkuð meira en það Öddi minn;)

Dilja sagði...

æ ööö, ok 11 tonn!

og 6000 lítrar af vatni í sundlaug...

ætlar enginn að kommenta hérna oh herre gud!!

Nafnlaus sagði...

fór á tenglana hjá honum kidda vini mínum og sá myndir af þér hjá Möttu skröttu eins og hún heitir þar. Lítill heimur. Fallegar myndir ...vitna kanski eithvað óþægilega mikið í 20 tipsin í færslunni minni?
Valrus

Nafnlaus sagði...

ohhh vildi ad ég hafi kíkt...

En mæti á næsta thema partý;)

En stuuud um helgina sæta min..
Hvad skal vi gøre...

kv Matthildaaaa