Ég er komin með leið á orðinu "skvís" og hef hér með ákveðið að hætta að nota það hvort sem það er í töluðu máli eða skriftum mínum hér á bloggi, msn og sms, jú eða email.
Finnst að aðrir ættu að taka mig til fyrirmyndar, þá sérstaklega þeir sem mæla og rita orðin: "jarí jarí jarí og eníhús...."
2 ummæli:
hehe eníhús, hef aldrei heyrt um það áður. Maður ætti kannski að byrja að nota það
össi páls
já og nennir þú að segja líka: "alveg hin tærasta snilld" ég sendi þér svo fleiri orð sem ég er komin með leið á svo þú getir verið komin með þetta alveg inn þegar ég kem næst heim
um páskana rúsínan mín, um páskana
Skrifa ummæli