Vegna afskaplega kurteisilegrar ábendingar vil ég hér með koma þökkum mínum til skila til þeirra sem hýstu flóttamanninn Diljá um helgina:
-Marcus: þegar ég mætti með töskurnar heim til hans á föstudagskvöldið var mér tekið opnum örmum og mér var sýnt hvar ég gæti búið í íbúðinni. Þetta er lýsandi dæmi um skólafélaga mína. Hann hélt bara að ég væri flutt inn, án þess að spyrja, og fannst það eðlilegast í heimi. Var bara ánægður að hafa mig:) Elskann!
-Matta mín: Hún kom svo að ná í mig til Marcusar og hentumst við heim í vidjókúr enda 2 þættir eftir af Desperate Housewives maraþoninu okkar. Matta bauð svo fóttamanninum uppá dark toblerone í morgunmat, ásamt besta trúnó og meiri kúri. Takk fyrir mig Matta mín, megi Guð fylgja þér í gegnum súrt og sætt. Lifðu í lukku en ekki í krukku.
-Silla og Guðný x2: Takk fyrir mig og ef maður vill fá strákaslúður beint í æð þá er það greinilega Dalgas Avenue!!.
-Hrabbs&Viktor: Hér sit ég í stofunni ykkar. Ég er alveg að fara að sofa:) Matta vill ekki fara að sofa. En markmið mitt er að verða hástökkvari vikunnar og svo vil ég sjá viðskiptaplanið verða að veruleika!!! Takk fyrir að hýsa mig:)
3 ummæli:
Já takk fyrir það Lára María, gott að vita af fjölskyldunni í nálægð heheheh:)
Hafðu það gott og takk fyrir að lesa síðuna mína:)
hugsum til þín og vonum það besta ... meira ástandið!
elsku snúllan mín!!!
á ég ekki bara að mæta og henda þessum mann út...taka íslínsku lopapeysuna og sveittu sveitamannataktana (baggatökin sko!) og skutla þessu ógeði eitthvert lengst lengst... hræðilegt að vera útlægur frá einu heimili (núna eru það eiginlega tvö...) hugsa til þín múslan mín
hugz&kizzez
Skrifa ummæli