Á þessari stundum er ég að upplifa eitt það klikkaðasta sem ég hef lennt í á minni 25 ára ævi.
Smá forsaga:
Þegar ég kom heim frá Vín hitti ég nýjan meðleigjanda, hinn 19 ára íranska Yousseff. Hann heilsaði ekki heldur byrjaði strax að segja mér að það ætti að henda okkur út úr íbúðinni. Þar sem ég var lasin og mjög uppgefin tók ég þessu ekki mjög alvarlega og vildi skoða þetta betur. Svo kom hin stúlkan sem býr hérna heim og sagði mér að hann hafi haldið partý alla vikuna til 6.30 á morgnana, fólk að koma inní herbergið hennar til að leita að klósetti. Greyið stúlkan þurfti að flýja til Köben yfir helgina. Hann týndi strax lyklinum sínum þannig að hann hafði bara íbúðina opna í öllu sínum veldi. Svo er hann búin að brjótast inní bygginguna þannig að lásinn niðri er eitthvað skrýtinn og erfitt að læsa.
Þannig að eigandinn var búin að tala við hann og hóta honum að fara.
Opperation "rekumYouseffhéðanút!" var sett af stað um leið. Við treystum honum ekki og þannig vill maður ekki búa!
Í morgun var honum svo sagt að fara út þann 1.mars (þri nk). Þegar Hege meðleigjandi minn kom heim úr skólanum í dag var fartölvan hennar farin úr herberginu hennar!!! Tilviljun????
Við erum búnar að tala við lögguna en eins og vanalega gerir hún nú ekki mikið í málinu. Við viljum ekki vera hérna með honum og öllu hans gengi en á sama tíma getum við ekki skilið eftir íbúðina eftir og leyft þeim að stela meira frá okkur.
Svo áðan fóru þeir út og við læstum hurðinni inní íbúðina. Núna voru þeir að koma og liggja þeir á bjöllunni og hurðinni og símanum. Og við erum svo hræddar að hleypa þeim inn því þeir eru svo margir og bara að fara að halda partý!!! Og kannski eru þeir hættulegir.
Allavegana: þá er ég gísl í minni eigin íbúð akkúrat núna! Ég er svo stressuð að ég hlæ mjög skrýtnum hlátri.
Ji hvað þetta er klikkað. Ég hef aldrei upplifað annað eins!
1 ummæli:
úff, hvað þarf eiginlega að segja til þess að löggan mæti á svæðið.....
Skrifa ummæli